Aukin notkun gagna og nýrrar tækni er grundvallaratriði til að nýta möguleika stafvæðingar og stuðla að grænum umskiptum. Þekking og vitund um bæði græna og stafræna tækni veitir svæðinu samkeppnisforskot og býður upp á verkfæri til að stuðla að og hraða stafrænum grænum umskiptum innan ESB og víðar, og taka forystuna í að samþætta grænu og stafrænu umskiptin.
En þó svo að þessi tvenn umskipti séu nátengd er þörf á frekari viðleitni til að nýta gögn og stafrænar lausnir til að takast á við áskoranir varðandi sjálfbærni og draga úr loftslags- og umhverfisfótspori upplýsinga- og fjarskiptatækninnar sjálfrar. Til þess að stafræn umskipti geti orðið sannur drifkraftur við innleiðingu grænna umskipta þurfum við einnig að takast á við orkunotkun, losun og rafúrgang frá stafrænum lausnum.