Fara í innihald

Formáli

Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um stafvæðingu er lykilatriði í því að gera framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar að veruleika: að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Við erum sterkari ef við vinnum saman og þannig erum við betur búin til að takast á við hraða tækniþróun, loftslagsvá og síbreytilega landfræðipólitíska stöðu. Saman getum við tryggt að svæðið okkar haldi áfram að vera leiðandi í hinum stafrænu umskipum, aukið samkeppnishæfni fyrirtækjanna okkar og stuðlað að sjálfbærni sem og viðnámsþrótti, velmegun og velferð til framtíðar.
Ætlum við að ná fram samþættingu í stafrænum málum þurfum við að leiða hin stafrænu umskipti á opinn, öruggan, ábyrgan og lýðræðislegan hátt – þar sem allir eru með. Sá mikli stafræni þroski sem er um öll Norðurlönd og Eystrasaltslöndunum veitir okkur umtalsvert forskot og mikla möguleika sem við þurfum að nýta að fullu. Traustir og virkir stafrænir innviðir eru mikilvægir fyrir heilbrigði og þróun samfélagana okkar. Samstarf okkar miðar að því að tryggja að allir íbúar á svæðinu njóti góðs af stafvæðingunni, án tillits til aldurs, kyns, efnahags, menntunar eða stafrænnar hæfni.
Samstarfsáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um stafvæðingu 2025–2030 mun stuðla að því að opinberi geirinn uppfylli þarfir bæði fólks og fyrirtækja á svæðinu núna og til framtíðar. Hún mun stuðla að frjálsri för og tengjanleika milli svæða, efla stafræna færni og hæfni og hvetja til ábyrgrar notkunar stafrænnar tækni. Enn fremur mun hún setja svæðið í forystu við að drífa áfram stafrænu og grænu umskiptin og stuðla að sjálfbærum hagvexti í samvinnu við hagsmunaaðila. Samstarfsáætlunin samrýmist viðeigandi ESB-reglum sem tryggir að vinnan okkar styðji við og stuðli að evrópskum markmiðum í breiðara samhengi.
Með þessar samstarfsáætlun viljum við nýta styrkleika okkar, læra af sameiginlegri reynslu okkar og ráðast að þeim áskorunum sem eru of stórar fyrir hvert land fyrir sig. Saman munum við viðhalda forystu svæðisins í hinum stafrænu umskiptum.
Njótið lestursins!
forord.jpg
Erik Slottner, stjórnsýslumálaráðherra Svíþjóðar og Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.
665489ca9dd46_GS underskrift KE 2023_svart.png
Erik Slottner
stjórnsýslumálaráðherra Svíþjóðar
665489ca9dd46_GS underskrift KE 2023_svart.png
Karen Ellemann
framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar