Vinnu MR-FJLS að auknum viðnámsþrótti og viðbúnaði verður fylgt eftir með aukinni þekkingaröflun, umræðum og samstöðu um hlutverk og virði norræns samstarfs til þess að efla viðnámsþrótt á svæðinu. Ráðist verður í sameiginlegar aðgerðir og samvinnu um viðnámsþolið norrænt lífhagkerfi sem getur náð yfir fæðu-, fóður- og drykkjarvatnsframboð, samstarf á sviði dýralækninga, One Health, líforku, erfðaauðlindir, endurheimt vistkerfa og sameiginlega stefnu varðandi mikilvægar íhlutavörur og vinnuafl. Stuðningur veittur til að koma upp kerfum, samstarfsnetum og samstarfi á milli ólíkra aðila samfélagsins sem einfalda samskipti, miðlun upplýsinga og hæfniþróun á milli norrænu landanna.