Fara í innihald

Markmið 3: Aukinn viðnámsþróttur innan atvinnugreina FJLS

Það er skynsamlegt fyrir norrænt samstarf að byggja í sameiningu upp viðnámsþolin kerfi og innviði innan atvinnugreina FJLS og gera má ráð fyrir að það hefði jákvæð áhrif á öll þrjú stefnumarkandi áherslusviðin, græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd.
online-Vesterålen - Slaying the catch-Fredrik Ahlsen - Visit Norway.png

Undirmarkmið 3.1: Norrænt samstarf um aukinn viðnámsþrótt

Vinnu MR-FJLS að auknum viðnámsþrótti og viðbúnaði verður fylgt eftir með aukinni þekkingaröflun, umræðum og samstöðu um hlutverk og virði norræns samstarfs til þess að efla viðnámsþrótt á svæðinu. Ráðist verður í sameiginlegar aðgerðir og samvinnu um viðnámsþolið norrænt lífhagkerfi sem getur náð yfir fæðu-, fóður- og drykkjarvatnsframboð, samstarf á sviði dýralækninga, One Health, líforku, erfðaauðlindir, endurheimt vistkerfa og sameiginlega stefnu varðandi mikilvægar íhlutavörur og vinnuafl. Stuðningur veittur til að koma upp kerfum, samstarfsnetum og samstarfi á milli ólíkra aðila samfélagsins sem einfalda samskipti, miðlun upplýsinga og hæfniþróun á milli norrænu landanna.

Undirmarkmið 3.2: Aukið samstarf um stefnumótun í nærumhverfinu

Stuðningur til verkefna á Eystrasaltssvæðinu með Eystrasaltslöndunum og Norðurskautssvæðinu til þess að auka sameiginlegan viðnámsþrótt gagnvart krísum í nærumhverfinu. Samstarf eflt við grannríki í vestri til þess að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga og breyttri stöðu heimsmála og krísa sem henni fylgja. Stuðningur við sameiginlegar aðgerðir með aðilum á grannsvæðum út frá greiningu og forgangsröðun í tengslum við undirmarkmið 3.1 (sjá fyrir ofan).

Undirmarkmið 3.3: Aukið alþjóðlegt samstarf

Rödd Norðurlanda í alþjóðlegu samstarfi um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þau markmið sem hafa sérstakt vægi fyrir málefnasvið FJLS styrkt. Alþjóðlegt samstarf aukið til þess að bæta viðnámsþrótt gagnvart hnattrænum áskorunum með því að byggja upp samstarfsnet og viðbúnað, samráð og miðlun reynslu þvert á landamæri. Stuðningur við sameiginlega norræna þátttöku í stefnumótunarferlum og á alþjóðavettvangi.