Stuðningur við norrænt samstarf og aukið samtal á milli norrænna aðila í tengslum við sjálfbærar lausnir innan atvinnugreina FJLS sem stuðla að jafnvægi á milli auðlindanotkunar, náttúrunnar og annarra hagsmuna á landi og sjó. Aukin og frekari þekking á sjálfbærri og samþættri stjórnun og sjálfbærri notkun erfðaauðlinda, auðlinda á landi og í sjó og líffræðilegri fjölbreytni á Norðurlöndum. Stuðningur við þróun erfðafræðilega ólíkra nytjajurta, plantna, húsdýra og eldisfiska sem eru aðlagaðir að loftslagsbreytingum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu.