Fara í innihald

Markmið 1: Öflugri græn umskipti í atvinnugreinum FJLS

Þetta markmið stuðlar einkum að framgangi hinnar stefnumarkandi áherslu um græn Norðurlönd með aukinni þekkingu á því hvernig ná megi fram grænum umskiptum innan atvinnugreina FJLS. Einnig stuðlar markmiðið að framgangi hinnar stefnumarkandi áherslu um samkeppnishæf Norðurlönd því gera má ráð fyrir að skilvirk og sjálfbær nýting og orkunotkun auki samkeppnishæfni í frumframleiðslu og ræktunarkeðjum. Loks stuðlar heilnæm og sjálfbærari matvælaneysla einnig að framgangi hinnar stefnumarkandi áherslu um félagslega sjálfbær Norðurlönd með því að ýta undir heilbrigðan lífsstíl og bætta lýðheilsu.
anna_hållams-garden_lunch-7007.jpg

Undirmarkmið 1.1: Sjálfbær stjórnun náttúruauðlinda

Stuðningur við norrænt samstarf og aukið samtal á milli norrænna aðila í tengslum við sjálfbærar lausnir innan atvinnugreina FJLS sem stuðla að jafnvægi á milli auðlindanotkunar, náttúrunnar og annarra hagsmuna á landi og sjó. Aukin og frekari þekking á sjálfbærri og samþættri stjórnun og sjálfbærri notkun erfðaauðlinda, auðlinda á landi og í sjó og líffræðilegri fjölbreytni á Norðurlöndum. Stuðningur við þróun erfðafræðilega ólíkra nytjajurta, plantna, húsdýra og eldisfiska sem eru aðlagaðir að loftslagsbreytingum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu.

Undirmarkmið 1.2: Loftslagsaðlögun og minni umhverfis- og loftslagsáhrif innan atvinnugreina FJLS

Stuðningur við stefnumótun til þess að laga lífhagkerfið að loftslagsbreytingum ásamt því að takmarka umhverfis- og loftslagsáhrif og stuðla að auðlindanýtnu hringrásarhagkerfi í allri hinni virðiskeðju lífhagkerfisins. Samstarf í tengslum við sameiginleg norræn úrlausnarefni sem tengjast loftslagsaðlögun, togstreitu um svæði, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun.

Undirmarkmið 1.3: Sjálfbær og skilvirk orkunotkun í matvælakerfum

Stuðningur við verkefni með möguleika á sjálfbærri og skilvirkri orkunotkun, þar með talið með því að nýta hliðar- og úrgangsafurðir sem til falla við nýtingu á lífmassa, í norrænum matvælakerfum. Að efla miðlun reynslu sem gerir kleift að greina samlegðaráhrif og hringrásarlausnir á milli framleiðslugreina, stuðlar að lausnum varðandi samvinnu, uppbyggingu samstarfsneta og sameiginlegum aðgerðum um nýskapandi orkulausnir.

Undirmarkmið 1.4: Heilnæm og sjálfbær neysla matvæla á Norðurlöndum

Stuðningur við sameiginleg norræn verkefni um heilnæma matvælaneyslu og matarumhverfi sem ýta undir heilnæmt og sjálfbært mataræði og minni matarsóun í virðiskeðjunni allri. Samstarf um vandaða fræðslu til neytenda sem felur í sér þekkingargrunn úr Norrænum næringarráðleggingum, merkingar á framhlið matvælaumbúða og aðrar næringarmerkingar. Aðgerðir til þess að viðhalda fæðuöryggi með áhættugreiningum og til þess að tryggja að til staðar séu hagkvæmar greiningaraðferðir sem byggjast á þekkingu, til dæmis þegar hráefni með hærra hlutfall af grænu prótíni og hliðarafurðum er notað í bæði fóður og matvæli.