Málefnasviðin innan ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS) eru mikilvæg norrænu löndunum og norræna samstarfinu. Í framtíðarsýninni 2030 koma fram forgangsmál norræna samstarfsins. Við viljum stuðla að grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum.
Grænu umskiptin fyrir sjálfbæra nýtingu auðlinda skipta höfuðmáli fyrir það hvernig við á Norðurlöndum framleiðum mat og stjórnum náttúrauðlindum okkar, ekki síst með framtíðarkynslóðir í huga. Efnahagsleg sjálfbærni sýnir fram á mikilvægi samkeppnishæfni sem býður upp á framtíðarhorfur fyrir málefnasvið okkar, skilyrði fyrir áframhaldandi framleiðsluþróun og fæðuöryggi fyrir borgarana. Félagsleg sjálfbærni er samþætt öllum hlutum fæðukeðjunnar, allt frá réttinum til tryggs, öruggs og heilnæms fæðis til menntunar- og starfsmöguleika sem við viljum bjóða þeim sem leita til mismunandi málefnasviða FJLS.
Krísur af ýmsu tagi eru áskorun fyrir samfélög okkar, til dæmis öfgakennt veðurfar og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga, stríðshætta í nærumhverfi okkar og heimsfaraldrar. Þegar við vinnum sameiginlega að því að efla viðbúnað og auka viðnámsþrótt á Norðurlöndum kemur í ljós hversu mikilvægu hlutverki málefnasviða FJLS gegna. Í þessar samstarfsáætlun fjöllum við um þau aðgerðasvið sem á næstu sex árum er ætlað að leiða til aukinnar sjálfbærni og styrks á friðartímum jafnt sem krísutímum. Saman stöndum við sterkari og við hlökkum til þess að ná í sameiningu þeim markmiðum og undirmarkmiðum sem við kynnum í þessari samstarfsáætlun fyrir MR-FJLS 2025–2030.