Fara í innihald

Markmið 2: Efla samkeppnishæfni, viðnámsþol og samþættingu norrænu hagkerfanna

Samkeppnishæf Norðurlönd

Norrænu hagkerfin eru almennt vel í stakk búin til þess að takast á við miklar skipulagslegar breytingar og aukna alþjóðlega samkeppni. Norrænu löndin eiga að byggja ofan á þetta og vinna saman að því að styrkja umgjörð, stefnu og lausnir sem stuðlað geta að því að auka hagvaxtarmöguleika Norðurlanda til langs tíma, efnahagslegan viðnámsþrótt og samkeppnishæfni, ekki síst í ljósi nýrrar stöðu heimsmála og tækniþróunar. MR-Finans mun stuðla að aukinni miðlun reynslu á milli norrænu landanna og stefnumótun sem byggist á þekkingu á sviði efnahagsmála og fjármálastefnu sem stuðlað getur að uppfyllingu þessara markmiða.  
oslo.jpg

Undirmarkmið 2.1: Samstarf um eflingu kostnaðarhagkvæmra stefna í löndunum og aðgerðir til þess að auka hagvaxtar­möguleika á Norðurlöndum til langs tíma   

Samstarf og stuðningur við stefnumótun sem byggist á þekkingu í norrænu löndunum á að stuðla að aukinni framleiðni, atvinnuþátttöku og hagvaxtarmöguleikum til langs tíma í norrænu löndunum. Samfara hækkandi meðalaldri íbúa á Norðurlöndum er mjög mikilvægt að fækka þeim sem eru á vinnufærum aldri en standa utan vinnumarkaðar.

Undirmarkmið 2.2: Auka sameiginlega aðkomu að efna­hagslegum úrlausnarefnum í norrænu löndunum og á alþjóðavísu 

Norðurlönd standa frammi fyrir æ flóknara umhverfi í tengslum við alþjóða efnahagsmál. Aukin samræming og sameiginleg aðkoma að efnahagslegum úrlausnarefnum og framkvæmd viðeigandi ESB- og EES-löggjafar getur aukið samkeppnishæfni og viðnámsþol Norðurlanda og eflt rödd og vægi Norðurlanda á alþjóðavettvangi.

Undirmarkmið 2.3: Koma í veg fyrir og draga úr stjórnsýslu­hindrunum sem hamla frjálsri för vinnuafls á Norðurlöndum og efnahagslegri samþættingu  

Ef Norðurlöndum á að takast að uppfylla framtíðarsýnina um að verða samþættasta svæði heims árið 2030 verður að koma í veg fyrir og draga úr stjórnsýsluhindrunum sem rekja má til efnahagsstefna landanna og stjórnsýslulegra reglna. MR-Finans mun vinna að því að efla sameiginlegar lausnir á stjórnsýsluhindrunum sem hamla frjálsri för vinnuafls og efnahagslegri samþættingu á Norðurlöndum.