Samkeppnishæf Norðurlönd
Norrænu hagkerfin eru almennt vel í stakk búin til þess að takast á við miklar skipulagslegar breytingar og aukna alþjóðlega samkeppni. Norrænu löndin eiga að byggja ofan á þetta og vinna saman að því að styrkja umgjörð, stefnu og lausnir sem stuðlað geta að því að auka hagvaxtarmöguleika Norðurlanda til langs tíma, efnahagslegan viðnámsþrótt og samkeppnishæfni, ekki síst í ljósi nýrrar stöðu heimsmála og tækniþróunar. MR-Finans mun stuðla að aukinni miðlun reynslu á milli norrænu landanna og stefnumótun sem byggist á þekkingu á sviði efnahagsmála og fjármálastefnu sem stuðlað getur að uppfyllingu þessara markmiða.