Græn Norðurlönd
Eigi loftslagsmarkmiðin að nást verður að hraða hinum grænu umskiptum í norrænum hagkerfum og samfélögum. Mikilvægt er að umskiptin eigi sér stað með eins hagkvæmum hætti og hægt er þannig að umgjörð efnahagsstefnunnar stuðli að því að ýta undir skilvirka ráðstöfun auðlinda, heilbrigð og stöðug efnahagsleg skilyrði fyrir grænar fjárfestingar, atvinnugreinar og vinnustaði og þannig að aðgerðir til þess að draga úr losun séu kostnaðarhagkvæmar og stuðli að félagslega réttlátum grænum umskiptum. MR-Finans mun styðja við miðlun reynslu, þekkingar og lausna á milli Norðurlanda sem auðvelda þetta ásamt því að miðla norrænni reynslu og lausnum á alþjóðavettvangi.