Norrænu forsætisráðherrarnir samþykktu árið 2019 sameiginlega framtíðarsýn um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Þetta er mikilvæg og metnaðarfull framtíðarsýn sem krefst skilvirkra aðgerða og stefnumótunar – einnig á sviði efnahags- og fjármála.
Traustir rammar um efnahagsmál og ábyrg fjármálastefna í norrænu löndunum er mikilvæg forsenda þess að við getum tryggt efnahagslegan stöðugleika og aukið samkeppnishæfi Norðurlanda og velferð og gera þannig sameiginlega framtíðarsýn okkar að veruleika. Við erum lítil og opin hagkerfi, háð útflutningi, og því skiptir máli að við tryggjum stöðugleika í þessum efnum.
Hin grænu og stafrænu umskipti fela í sér ný tækifæri og nýjar áskoranir. Til að við getum staðið við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum er þörf á skilvirkum grænum umskiptum. Efnahagsstefna norrænu landanna þarf að styðja við og flýta fyrir því að þau umskipti fari fram með hagkvæmum og réttlátum hætti. Og að hún skapi tækifæri fyrir alla á Norðurlöndum.
Við stöndum frammi fyrir breyttum aðstæðum sem hafa áhrif á hagkerfi okkar og opinbera fjármálastefnu á komandi árum. Íbúar í norrænu löndunum verða sífellt eldri og um leið gera nýjar og krefjandi aðstæður í öryggismálum og breyttur geópólitískur veruleiki það að verkum að við þurfum að beina auknum kröftum til varnar- og öryggismála og stíga ölduna í ótryggari heimi.
Norrænu hagkerfin eru vel í stakk búin til þess að takast á við þessar áskoranir og skapa um leið hagvöxt og auka velferð íbúanna. Norræna (MR-FINANS) er mikilvægur vettvangur fyrir samstarf norrænu ríkisstjórnanna á sviði efnahags- og fjármála.
Norrænu efnahags- og fjármálaráðherrarnir vilja með þessari samstarfsáætlun fyrir árin 2025-2030 leggja áherslu á forgangsmál og aðgerðir á þessu sviði þar sem við í sameiningu – með miðlun reynslu og sameiginlegum aðgangi að tólum til að mæta efnahagslegum áskorunum – getum tryggt öflugari og stöðugri efnahagslegar aðstæður fyrir Norðurlönd í heild sinni.
Markmið okkar er að viðhalda og efla viðnámsþrótt norrænu hagkerfanna, samkeppnishæfni þeirra og vaxtarmöguleika. Þannig getum við mætt áskorunum framtíðarinnar og stuðlað að jákvæðum breytingum fyrir íbúa Norðurlanda. Og þannig gerum við að veruleika þá framtíðarsýn okkar að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.
Njótið lestursins!