Norðurlönd munu halda áfram að þróa samstarfið í tengslum við hafið. Á meðal mikilvægra mála þar sem þörf er á norrænu samstarfi eru alþjóðlegar viðræður og ferlar, varðveisla og endurheimt á náttúru hafsins við breyttar aðstæður í hafinu, þróun þekkingar, umhverfis- og loftslagseftirlit, sjálfbært blátt hagkerfi og vistkerfismiðuð skipulagning og stýring. Ofauðgun, súrnun sjávar, eiturefni, úrgangur (þar á meðal plast), breytingar á hitastigi og ágengar framandi tegundir eru áskoranir þar sem samstarf og skipti á upplýsingum eru grundvallarforsenda jákvæðrar þróunar. Sjálfbærar fiskveiðar eru ekki aðeins forsenda þess að viðhalda fjölbreytni vistkerfisins heldur einnig fyrir tækifærum komandi kynslóða til þess að nýta fiskistofnana.