Fara í innihald

Inngangur

Framtíðarsýnin í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlönd skuli vera sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi árið 2030. Á formennskuárinu mun ný framkvæmdaáætlun fyrir 2025-2030 verða tekin upp á grundvelli samstarfsáætlana sem ráðherranefndir viðkomandi málaflokka munu samþykkja. Undir formennsku Svíþjóðar verður áhersla lögð á að framkvæmdaáætlunin vísi ráðherranefndinni veginn um hvernig nota skuli markmiðasetningar og forgangsröðun, skilvirkar starfsaðferðir og aðgerðir sem hafa skýrt norrænt notagildi svo að framtíðarsýnin verði að veruleika.
Formennska Svíþjóðar mun beita sér fyrir því að starfsemi ráðherranefndarinnar taki framvegis sem endranær tilllit til þverlægra sjónarmiða um sjálfbæra þróun, jafnrétti, réttindi barna og sjónarmið ungs fólks. Þá mun formennskuríkið Svíþjóð einnig halda áfram að efla samstarf við borgarasamfélagið sem spilar lykilhlutverk í hinu norræna samstarfi.
IS mørk blå.png