Lönd, svæði og samtök sem njóta sérstaks forgangs

Norðurlandaráð vill í alþjóðlegu samstarfi sínu leggja sérstaka áherslu á nærliggjandi svæði, það er Eystrasaltssvæðið, norðurslóðir, Evrópu og nágranna okkar. Norðurlandaráð vinnur að markmiðum stefnu sinnar í alþjóðamálum í samstarfi við önnur þingmannasamtök, en mikilvægust þeirra eru Eystrasaltsþingið (BSPC), Evrópuþingið, Þingmannráðstefna norðurskautsins (CPAR), Vestnorræna ráðið og Benelúx-þingið. Norðurlandaráð hefur gert samstarfssamninga eða álíka við ofangreind þingmannasamtök. Auk þess setur Norðurlandaráð önnur svæði og aðila í forgang í alþjóðastarfi sínu: Úkraína, Þýskaland og Schleswig-Holstein, Bretland og Skotland, Bandaríkin, Kanada og lýðræðisleg andófsöfl í Rússlandi og Belarús.
Fara í innihald