Heimsskipan sem byggist á reglum og norræna líkanið

Samningsstaða Norðurlandanna á alþjóðlegum vettvangi er best tryggð í heimsskipan sem byggist á reglum. Norðurlöndin þurfa að gera það að helsta forgangsverkefni sínu að vinna að því að vernda og bæta slíka heimsskipan. Norðurlöndin þurfa að vinna að því að fyrirbyggja stríð og átök og fjárfesta í friðargæslu og stuðningi við viðkvæm svæði.
Norræna velferðarlíkanið er almennt viðurkennt sem eitt af helstu afrekum Norðurlanda. Norðurlöndin skara framúr á ýmsum mælikvörðum um velferð og hamingju. Þetta er nátengt því hversu mikil virðing er borin á Norðurlöndum fyrir lýðræði, réttarríkinu, jafnrétti og mannréttindum. Mjög er nú sótt að þessum gildum og Norðurlöndin geta látið til sín taka með því að tala ávallt skýrri röddu sem stendur vörð um þessi gildi. Norðurlöndin eru líka það svæði í heiminum þar sem spilling er minnst og mest gagnsæi og traust. Þetta er mikilvæg ástæða efnahagslegrar velgengni Norðurlanda.
Norðurlandaráð vill þess vegna:
  • Vinna að því að lýðræði, réttarríki, jafnræði og mannréttindi séu alltaf ofarlega á alþjóðlegri dagskrá. Norðurlöndin eiga að vera í fararbroddi þegar kemur að baráttu gegn öfgahyggju, andlýðræðislegum viðhorfum, kynþáttahatri og öllum öðrum birtingarmyndum haturs og misréttis – einnig á stafrænum vettvangi.
  • Veita réttindum barna og kvenna
    Um leið ríkir vitund um að á sumum þessara sviða eru drengir og karlar eftir á.
    og kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindum þeirra, LGBTQI-málefnum, fólki með fötlun og frumbyggjum sérstaka athygli.
  • Stuðla að réttindum kvenna og stúlkna að taka sjálfar ákvörðun um þungunarrof.
  • Leggja áherslu á hlutverk málfrelsis, fjölmiðlafrelsis og frjálsra félagasamtaka fyrir vel heppnuð og lýðræðisleg samfélög og styðja við aðgerðir sem efla lýðræðislega umræðu borgaranna.
  • Krefjast þess að norrænu ríkisstjórnirnar vinni í sameiningu og með markvissum hætti að því að efla og endurbæta Sameinuðu þjóðirnar og aðrar fjölþjóðlegar stofnanir og auka lögmæti þeirra og samningsstöðu.
  • Styðja lýðræðisöfl í einræðisríkjum og halda áfram viðræðum við fulltrúa lýðræðislegrar stjórnarandstöðu í Rússlandi og Belarús, einnig með áherslu á fjölmiðlafrelsi.
  • Viðhalda og stuðla að góðum tengslum við ríki, svæði og stofnanir sem halda sömu gildum á lofti og Norðurlöndin, svo sem Eystrasaltsþingið (BSPC), Vestnorræna ráðið, Þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins, Evrópuþingið, Benelúx-þingið og Þingmannráðstefnu norðurskautsins (CPAR), til að standa í sameiningu vörð um þessi grundvallarréttindi.
  • Halda áfram þingmannasamstarfi milli utanríkismála- og Evrópunefnda á Norðurlöndum og að koma norrænum sjónarmiðum á framfæri á Evrópuþinginu, sérstaklega fyrir tilstilli norrænna þingmanna Evrópuþingsins.
  • Efla tengsl yfir Atlandhafið og samstarf við þing Bretlands og Skotlands, þýska sambandsþingið og þing Slésvíkur-Hosletalands.
  • Styrkja stöðu Norðurlandanna í sáttamiðlun og hættustjórnun.
  • Vinna að því að auka vitund um efnahagslegan og samfélagslegan ávinning opinna samfélaga og trausts og alvarlegar samfélagslegar afleiðingar spillingar. 
  • Nota norrænu samfélagsgerðina með virkum hætti við kynningu Norðurlanda á alþjóðavettvangi og hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til þess að gera slíkt hið sama.
  • Vinna að því að finna norrænum sendiráðum og/eða norrænni utanríkisþjónustu sameiginlegar staðsetningar þegar við á. Til viðbótar við kostnaðar- og stærðarhagkvæmni getur það stuðlað að auknu faglegu samstarfi og sterkari norrænni sjálfsmynd og sýnileika.
Fara í innihald