Eftirfylgni og úrræði

Norðurlandaráð vill setja mál á dagskrá og stuðla að því að stefnuáætlun hennar sé fylgt eftir með markvissri notkun þeirra pólitísku úrræða sem því standa til boða, þar á meðal með tilmælum til ríkisstjórna Norðurlandanna/Norrænu ráðherranefndarinnar, skriflegum fyrirspurnum til ríkisstjórnanna og pólitísku samráði og fundum með norrænum ráðherrum. Norðurlandaráð á að vera uppbyggilegur og virkur þátttakandi á alþjóðavettvangi. Ráðstefnur, málþing og pallborðsumræður, oft í samstarfi við alþjóðlega samstarfaðila okkar, og virk notkun á samskiptaleiðum Norðurlandaráðs, gegna mikilvægu hlutverki. Efla þarf samstarf Norðurlandaráðs við Norrænu ráðherranefndina, ríkisstjórnirnar á Norðurlöndum og norrænu landsþingin, bæði á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu, til að tryggja góða eftirfylgni og norrænt notagildi. Stefnuáætluninni fylgir eftir þörfum aðgerðaáætlanir og í ársskýrslunni skal grein gerð fyrir alþjóðlegri starfsemi Norðurlandaráðs.                              
Fara í innihald