4. Samstarf um mál tengd ESB/EES og við aðra alþjóðlega aðila

4.1 Samstarf um mál tengd ESB/EES

Í dómsmálasamstarfinu er lagt mat á áhrif ESB/EES-gerða eins snemma og unnt er í ákvarðanaferli ESB. Embættismannanefndin fer yfir helstu ESB/EES-gerðirnar eftir þörfum og metur hvort þörf sé á umræðu á norrænum vettvangi vegna undirbúnings gerðar eða innleiðingar hennar í löggjöf landanna.
Við innleiðingu ESB/EES-gerða ber að nýta tækifærin sem gefast til að bera saman reynslu og spara vinnu, með því til dæmis að ráðast í sameiginlegar athuganir. Halda ber áfram óformlegu samstarfi embættismanna og stjórnvalda og þróa það frekar.
Ekki ber nauðsyn til að velja sömu lausnir við lagasmíð alls staðar á Norðurlöndum en það skiptir máli að eining ríki um skilning og túlkun á þeim sameiginlegu reglum landanna sem um er að ræða.

4.2 Annað alþjóðlegt samstarf

Norrænt dómsmálasamstarf felst meðal annars í því að auka norræn samskipti, umræðu og enn fremur samhæfingu eftir því sem þörf krefur milli embættismanna sem og stjórnmálamanna vegna alþjóðlegra samningaviðræðna, til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins.
Í norrænu samstarfi á sviði dómsmála er einnig unnið saman í tengslum við tilnefningu fulltrúa hjá alþjóðastofnunum þegar norrænu löndin geta ekki öll átt þar fulltrúa samtímis.
Go to content