Þekking á vinnuumhverfi fyrir ungt fólk

Undirbúðu nemendurna fyrir heilbrigða og sjálfbæra starfsævi með sex kennslustundum um líkamlegt og sálfélagslegt vinnuumhverfi.
Undirbúðu nemendurna fyrir heilbrigða og sjálfbæra starfsævi með sex kennslustundum um líkamlegt og sálfélagslegt vinnuumhverfi.
Sækja allar kennslustundir sem zip-skrá.

Um verkefnið

Verkefnið „Þekking á vinnuumhverfi fyrir ungt fólk“ er styrkt af vinnuumhverfisnefnd norrænu ráðherranefndarinnar og miðar að því að auka þekkingu á vinnuumhverfi hjá ungu fólki á Norðurlöndum.
Kennsluefnið er í sex hlutum og er unnið af verkefnahópi sem samanstendur af framhaldsskólakennara, náms- og starfsráðgjafa, fræðimanni á sviði vinnuumhverfis og sérfræðingum í upplýsingamiðlun og greiningum.
Kennsluefnið hefur verið prófað á nemendum í efstu bekkjum grunnskólans við Þekkingarakademíuna í Sundsvall í Svíþjóð.
mynak-logotyp-farg-med-svart-text-liggande.png
Go to content