logo
menu image

Menu

  • Full page image w/ text
  • Indhold
  • Info Norden – tengiliður norrænnar samvinnu við borgara Norðurlanda
  • Tölfræði yfir norrænan hreyfanleika
  • Þjónusta til borgara á Norðurlöndunum
  • Mest skoðuðu greinar Info Norden árið 2021
  • Daglegar hindranir fyrir íbúa Norðurlanda
  • Afleiðingar af lokun norrænna landamæra
  • Norðurlöndin á dagskrá
  • Góðar stafrænar upplýsingar til íbúa Norðurlanda
  • Samvinna sem eykur þekkingu
  • Bilag 1. Besøg på Info Nordens websider
  • Bilag 2. Henvendelser til Info Norden
  • Bilag 3. Info Nordens informationsaktiviteter
  • Bilag 4. Info Nordens netværk
  • Um ritið

MENU

 
 

Efnisyfirlit

Þetta rit er einnig fáanlegt á netinu í vefaðgengilegri útgáfu: https://pub.norden.org/politiknord2022-704

 

 

Info Norden – tengiliður norrænnar samvinnu við borgara Norðurlanda

Info Norden er elsta og eina alnorræna upplýsingaþjónustan fyrir íbúa Norðurlandanna. Info Norden vinnur með framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030 um samkeppnishæfari Norðurlönd með því að efla frjálsa för.

Framtíðarsýn norrænu forsætisráðherrana er sú að Norðurlöndin skuli vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Til þess að skapa grundvöll fyrir opnari Norðurlöndum upplýsir Info Norden um möguleikana á því að flytja, stunda atvinnu, stunda nám og stofna fyrirtæki á Norðurlöndunum. Í samskiptum við íbúa Norðurlandanna safnar Info Norden þeim stjórnsýsluhindrunum sem norrænir borgarar upplifa og vinnur að því að afnema þær svo að Norðurlöndin geti orðið samþættara svæði til þess að búa á. Þar með er Info Norden bein leið fyrir norræna borgara að norrænni samvinnu.

Heimasíður Info Norden eru mest sóttu síðurnar hjá norden.org með 42% af öllum heimsóknum á norden.org. Upplýsingar Info Norden er hægt að nálgast á öllum 5 norrænu tungumálunum auk ensku. Það er Info Norden mikils virði að veita upplýsingar um reglur allra Norðurlandanna á móðurmálum landanna og einnig eykur það hreyfanleika svæðisins.

Á tímum Covid-19 faraldursins hefur þörf borgara fyrir réttar, skýrar og skilmerkilegar upplýsingar endurspeglast í fjölda heimsókna og fyrirspurna til Info Norden. Oftar en 1,4 milljón sinnum hafa borgarar heimsótt heimasíður Info Norden og yfir 5000 manns höfðu samband við Info Norden árið 2021. Það er ljóst að væntingar fólks til Norðurlandanna sem samþætts og landamæralaus svæðis eru ósnortnar - þrátt fyrir þær áskoranir sem faraldurinn hefur haft í för með sér.

Info Norden hefur alltaf verið kjarninn í vinnu Stjórnsýsluhindranaráðsins. Info Norden var stofnað að frumkvæði i Norrænu félagana árið 1998 sem símaþjónusta sem naut mikilla vinsælda. Til að byrja með fengu borgarar aðgang að upplýsingum um að flytja, stunda atvinnu eða nám í norrænu löndunum. Á sama tíma safnaði Info Norden saman upplýsingum um stjórnsýsluhindranir og önnur vandamál sem urðu grunnur að “Réttindi norrænna borgara.” Núverandi áhersla á  stjórnsýsluhindranir byggir á tilmælum skýrslunnar, og Info Norden hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að greina mögulegar  stjórnsýsluhindranir og önnur vandamál sem geta hindrað hreyfanleika innan Norðurlandanna.

Info Norden stuðlar að frjálsri för og samþættingu milli Norðurlandanna með markvissu starfi og upplýsingagjöf milli stjórnvalda, ákvörðunaraðila, borgara og samfélagslegra þátta. Þannig tryggir Info Norden að þarfir borgaranna séu uppfylltar. Einstök staðsetning Info Norden hjá Norrænu félögunum í fimm löndum, og hjá norrænu stofnununum Nordregio, NAPA og NORA í þrem löndum, gefur upplýsingaskrifstofunni bestu möguleikana á að leyfa borgurum og samfélögum að njóta hagnaðar norrænna samvinnu.

Heimasíður Info Norden

Um Info Norden

Norræna ráðherranefndin: Framtíðarsýn okkar 2030

Þekking og nýsköpun
Norræna ráðherranefndin mun styðja þekkingu og nýsköpun og auðvelda fyrirtækjum á öllum Norðurlöndum að nýta til fulls þá þróunarmöguleika sem felast í grænum, tæknilegum og stafrænum umskiptum og hinu vaxandi lífhagkerfi.
Vinnumál
Norræna ráðherranefndin mun þróa færni og öfluga vinnumarkaði sem standast kröfur grænna umskipta og stafrænnar þróunar og styðja frjálsa för á Norðurlöndum.
Frjáls för og stjórnsýsluhindranir
Norræna ráðherranefndin mun nýta stafræn umskipti og menntun til að færa Norðurlönd nær hvert öðru.

Info Norden vinnur að því að gera Norðurlöndin samkeppnishæfari í samræmi við Framtíðarsýn okkar 2030

Hvað er Info Norden?


Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar og hefur það að megin verkefni að einfalda einstaklingum að flytjast milli Norðurlandanna. Info Norden veitir upplýsingar til þeirra sem vilja flytja, stunda atvinnu, stunda nám, sækja um stuðning eða stofna fyrirtæki á Norðurlöndunum. Info Norden getur einnig vísað þér á upplýsingar um almannatryggingakerfin á Norðurlöndunum og um norræna samvinnu í heild.

Verkefnastjórar Info Norden sjá um að uppfæra heimasíðuna í samstarfi við stjórnvöld á Norðurlöndunum, svara fyrirspurnum frá notendum, tilkynna stjórnsýsluhindranir til Stjórnsýsluhindranaráðs ásamt því að skipuleggja upplýsingagjöf til stjórnvalda, stjórnenda og annarra aðila.

Info Norden er norræn upplýsingaþjónusta með skrifstofur í öllum Norðurlöndunum ásamt Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Info Norden þjónustar á öllum norrænu tungumálunum ásamt ensku.
 

Tölfræði yfir norrænan hreyfanleika

Árið 2020 FLUTTU um 35.000 manns frá einu norrænu landi til annars.[1]Heimild: Nordic Statistics Database, tafla MIGR02

Footnotes

  1. ^ Heimild: Nordic Statistics Database, tafla MIGR02

Í byrjun árs 2021 BJUGGU um 252.000 norrænir ríkisborgarar í öðru norrænu landi.[1]Heimild: Nordic Statistics Database, tafla CITI01 

Footnotes

  1. ^ Heimild: Nordic Statistics Database, tafla CITI01

Um 181.000 manns þiggja LÍFEYRI frá einu norrænu landi, fyrir að hafa á einhverjum tímapunkti í lífinu verið búsett þar eða stundað þar atvinnu.[1]Heimildir:
Danmörk: Upplýsingar frá ATP (aðsent), 2021 / Finnland: Pensionsskyddscentralens statistikdatabas: Þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur og lífeyrisgreiðslur frá öðru landi en búsetulandi, 2020 / Ísland: Upplýsingar frá Tryggingastofnun (aðsent), 2021 / Noregur: NAV: Greiðslur til einstaklinga erlendis,  2020 / Svíþjóð: Pensionsmyndighetens pensionsstatistik: Erlendar greiðslur - mánaðarlegar greiðslur á erlenda bankareikninga, 2021

Footnotes

  1. ^ Heimildir:
    Danmörk: Upplýsingar frá ATP (aðsent), 2021 / Finnland: Pensionsskyddscentralens statistikdatabas: Þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur og lífeyrisgreiðslur frá öðru landi en búsetulandi, 2020 / Ísland: Upplýsingar frá Tryggingastofnun (aðsent), 2021 / Noregur: NAV: Greiðslur til einstaklinga erlendis,  2020 / Svíþjóð: Pensionsmyndighetens pensionsstatistik: Erlendar greiðslur - mánaðarlegar greiðslur á erlenda bankareikninga, 2021

Um 44.000 manns búa í einu norrænu landi og STUNDA VINNU í öðru.[1]Heimild: Nordic Statistics Database, tafla COMM10, nýjustu tölur eru fyrir tímabilin 2015, 2017 og 2018.

 

Footnotes

  1. ^ Heimild: Nordic Statistics Database, tafla COMM10, nýjustu tölur eru fyrir tímabilin 2015, 2017 og 2018.

Um 9.000 stunda nám í einu norrænu landi og þiggja FJÁRHAGSAÐSTOÐ VEGNA NÁMS frá öðru.[1]Heimild: Nordic Statistics Database, tafla EDUC13, 2020

Footnotes

  1. ^ Heimild: Nordic Statistics Database, tafla EDUC13, 2020

Um 4.500 nemenda nýta sér ERASMUS+ eða NORDPLUS styrkjaáætlanirnar milli norrænu landanna.[1]Heimildir:
Nordplus online: Eigin útdráttur frá  "Rapportert mobilitet på tvers", 2019
Erasmus+: Ársskýrsla 2019, Statistical annex: Annex 18 KA 103, 2019
 ​

Footnotes

  1. ^ Heimildir:
    Nordplus online: Eigin útdráttur frá  "Rapportert mobilitet på tvers", 2019
    Erasmus+: Ársskýrsla 2019, Statistical annex: Annex 18 KA 103, 2019

Árið 2020 fengu um 7.800 norrænir ríkisborgarar RÍKISBORGARARÉTT í öðru norrænu landi.[1]Heimildir:
Danmörk: Danmarks Statistik, tafla DKSTAT. / Finnland: Statistikcentralen, tafla 11I3 / Ísland: Hagstofa Íslands tafla: Erlendir ríkisborgarar sem fá íslenskan ríkisborgararétt út frá fyrri ríkisborgararétti, kyni og aldri. / Noregur: Statistisk sentralbyrå, tafla: 04767 / Svíþjóð: Statistikmyndigheten SCB, tafla: Erlendir ríkisborgarar sem fá íslenskan ríkisborgararétt út frá fyrri ríkisborgararétti, kyni og aldri.

Footnotes

  1. ^ Heimildir:
    Danmörk: Danmarks Statistik, tafla DKSTAT. / Finnland: Statistikcentralen, tafla 11I3 / Ísland: Hagstofa Íslands tafla: Erlendir ríkisborgarar sem fá íslenskan ríkisborgararétt út frá fyrri ríkisborgararétti, kyni og aldri. / Noregur: Statistisk sentralbyrå, tafla: 04767 / Svíþjóð: Statistikmyndigheten SCB, tafla: Erlendir ríkisborgarar sem fá íslenskan ríkisborgararétt út frá fyrri ríkisborgararétti, kyni og aldri.

Þú finnur frekari TÖLFRÆÐI í Nordic Statistics Database

Flutningar milli Norðurlandanna árin 2000-2020[1]Heimild: Nordic Statistics Database, tafla MIGR02

Footnotes

  1. ^ Heimild: Nordic Statistics Database, tafla MIGR02
 

Þjónusta til borgara á Norðurlöndunum

Árið 2021 var metár í heimsóknum á heimasíðu Info Norden og í innsendum fyrirspurnum. Þrátt fyrir að afleiðingar Covid-19 faraldursins hafi gefið mörgum á Norðurlöndunum ástæðu til þess að hafa samband við Info Norden, þá hafa norrænir borgarar áfram fyrst og fremst fyrirspurnir um húsnæði, atvinnuleit, ríkisborgararétt, að ferðast með dýr og tollareglur.

Metfjöldi leitar upplýsinga hjá Info Norden

Árið 2021 voru heimasíður Info Norden skoðaðar 2.245.040 sinnum, dreift yfir 1.436.755 heimsóknir, og Info Norden svaraði 5.018 fyrirspurnum. Þetta eru allra hæstu tölur síðan Info Norden var stofnað.

Fyrirspurnirnar til Info Norden fjalla oftast um almannatryggingar (16,9%), atvinnu (13,9%), ríkisborgararétt og kosningarétt (11,5%), skráningu í þjóðskrá (11,1%), menntun (10,0%), toll og skatt (9,3%) og um flutninga almennt (9,2%).

Annað árið í röð var mest skoðaða greinin árið 2021 “upplýsingar um Kórónuveirufaraldurinn á Norðurlöndunum”. Næst mest skoðuðu greinarnar fjalla um danskan ríkisborgararétt, húsnæði í Noregi, tollareglur í Noregi og sænskan ríkisborgararétt. Horfir maður á öll löndin, hafa mest skoðuðu greinarnar allar fjallað um húsnæði, ríkisborgararétt, að ferðast með hund eða kött, atvinnuleit, tollareglur og almennar upplýsingar um flutninga.

Flestar heimsóknir á heimasíður Info Norden koma frá Svíþjóð. Ef maður skoðar heimsóknir frá Norðurlöndunum, koma 36,8% heimsókna frá Svíþjóð, 22,8% frá Noregi og 21,9% frá Danmörku.

Það land sem flestir eru áhugasamir um er Noregur. 31,9% allra flettinga á síðum Info Norden voru vegna greina um Noreg, og 35,2% allra fyrirspurna fjalla um Noreg.

Þú finnur meiri tölfræði um heimsóknir á heimasíður Info Norden og fyrirspurnir í viðauka ársskýrslunnar.

Info Norden

Viðauki 1. Heimsóknir á heimasíður Info Norden

Viðauki 2. Fyrirspurnir til Info Norden

Fyrirspurnir til Info Norden
Árið 2021 svaraði Info Norden 27% fleiri fyrirspurnum en árið 2020.[1]

Footnotes

  1. ^ ATHUGIÐ: Heimasíður Info Norden lágu niðri haustið 2018 og vorið 2019 vegna þess að heimasíða norden.org fluttist til nýrra netþjóna og CMS-kerfis. Þetta hafði áhrif á sýnileika á leitarvélum og hafði þar með neikvæð áhrif á heildarfjölda heimsókna og fyrirspurna.

Heimsóknir á heimasíður Info Norden
Árið 2021 fengu heimasíður Info Norden 31% fleiri heimsóknir en árið 2020.

Covid hefur enn áhrif á daglegt líf borgaranna

Covid-19-faraldurinn hefur gefið borgurum Norðurlandanna nýja þörf fyrir upplýsingar. Grein Info Norden með tenglum á upplýsingasíður allra Norðurlandanna um ferðatakmarkanir, sýnatökur og bólusetningar hefur nú tvö ár í röð verið meðal mest lesnu greina á norden.org, og árið 2021 fjölluðu 6,2% allra fyrirspurna til Info Norden um afleiðingar faraldursins. Frá því um sumarið 2021 hefur þeim fyrirspurnum sem fjalla um Covid-19 fækkað hratt.

Upplýsingar Info Norden um Kórónufaraldurinn á Norðurlöndum

Heildarfjöldi fyrirspurna um Covid eftir mánuðum í prósentum talið.

Upplýsingum á ensku fylgja nýjar áskoranir

Hlutfall fyrirspurna frá borgurum utan Norðurlandanna hefur farið vaxandi undanfarin ár. Það sama gildir um fyrirspurnir á ensku og heimsóknir frá notendum utan Norðurlandanna.

Ástæða þessa er sú að frá árinu 2018 hafa heimasíður Info Norden verið aðgengilegar á ensku. Því fylgja fleiri heimsóknir og fyrirspurnir frá löndum utan Norðurlandanna. Oft er það vegna þess að stofnanir á Norðurlöndunum hafa annaðhvort ekki upplýsingar á ensku eða þá að þær vefsíður koma ekki upp í niðurstöðum leitarvéla. Info Norden upplifir einnig reglulega að fjöldi fyrirspurna berst um sama málefni. Þetta má mögulega skýra með því að tenglum á heimasíður Info Norden er deilt á samfélagsmiðlum eða á spjallborðum á vefnum.

Fyrirspurnir frá þriðju löndunum geta fjallað um allt sem Info Norden veitir upplýsingar um. Margir hafa samband við Info Norden með fyrirspurnir um atvinnuleit í Færeyjum, á Grænlandi og Svalbarða; fyrirspurnir um ríkisborgararétt einstaklinga með norræna forfeður ásamt óskum um upplýsingar um meðlagsgreiðslur.

Aukinn fjöldi fyrirspurna árið 2021, ásamt nýjum verkefnum sem Info Norden fékk með starfsáætlun sinni árið 2019, hefur þýtt stóraukið vinnuálag. Þetta skapar einnig nýjar áskoranir þegar snýr að forgangsröðun, úrræðum og skipulagningu.

Heildarfjöldi fyrirspurna sem fjalla ekki um norræna ríkisborgara í prósentum taliðHeildarfjöldi heimsókna á heimasíður Info Norden frá löndum utan Norðurlandanna í prósentum talið Heildarfjöldi fyrirspurna á ensku í prósentum talið
2018 5,27,15,7
2019 9,014,316,2
2020 10,132,117,5
2021 18,828,927,0

Heimasíður Info Norden í stöðugri þróun

Info Norden vinnur stöðugt að því að bæta heimasíður sínar til þess að mæta þörfum og kröfum notenda sinna. Sérstaklega þegar snýr að innihaldi, notendavæni og aðgengi. Árið 2021 hefur verið sett sérstök áhersla á hagræðingu í niðurstöðum leitarvéla á vefnum.

Árið 2020-21 hefur Info Norden eflt mjög upplýsingar innan almannatryggingakerfisins með því að birta greinar um stuðning við kaup á hjálpartækjum, félagslega aðstoð, meðlag og lagamál í samvinnuhóp um almannatryggingar á Norðurlöndunum, sem er samvinna milli Info Norden og stofnanna á sviði almannatrygginga innan Norðurlandanna.

Að auki hefur Info Norden í samvinnu við deild þekkingar og velferðar innan skrifstofu Norræna ráðherraráðsins birt vefsíðu um norræn menntamál og menntaáætlanir.

Mynd: Info Norden

Heimasíður og fyrirspurna þjónusta Info Norden

Info Norden er stafræn þjónusta. Þjónustan sem veitt er til norrænna borgara samanstendur af heimasíðum og fyrirspurnar þjónustu.

Heimasíður Info Norden eru aðgengilegar á dönsku, finsku, íslensku, norsku, sænsku og ensku. Þess utan svarar Info Norden fyrirspurnum bæði á færeysku og grænlensku.

Allir geta haft samband við Info Norden með því að senda inn fyrirspurn á norden.org, með tölvupósti eða með því að hringja.

Info Norden vísar fyrirspurnum fyrst og fremst á heimasíður viðeigandi stofnanna með upplýsingum um hvernig er hægt að hafa samband.

Info Norden getur ekki túlkað lög og reglur, gefið ráð eða talað fyrir hönd aðila innan stofnanna.

Þær fyrirspurnir sem Info Norden móttekur nýtast til þess að endurbæta upplýsingarnar á heimasíðunni okkar, og þau vandamál sem gætu verið stjórnsýsluhindranir, eru send áfram til Stjórnsýsluhindranaráðsins.

 

Mest skoðuðu greinar Info Norden árið 2021

Mest lesnu síðurnar um Danmörku

  1. Dansk statsborgerskab
  2. Rejse med hund eller kat til Danmark
  3. Bolig i Danmark
  4. Flytte til Danmark
  5. Dansk alderspension
  6. Dansk skat
  7. Toldregler i Danmark
  8. Folkeregistrering i Danmark
  9. Karakterskalaen i det danske uddannelsessystem
  10. Det danske pensionssystem

Mest lesnu síðurnar í Danmörku

  1. Information om corona-pandemien i Norden
  2. Dansk statsborgerskab
  3. Bolig på Færøerne
  4. Bolig i Norge
  5. Jobsøgning i Grønland
  6. Tollregler i Norge
  7. Bostad i Sverige
  8. Tullbestämmelser i Sverige
  9. Reise med hund eller katt til Norge
  10. Svenskt medborgarskap
Mynd: Steffen Muldbjerg / Unsplash

Mest lesnu síðurnar um Finnland

  1. Matkustaminen koiran tai kissan kanssa Suomeen (Rejse med hund eller kat til Finland)
  2. Työnhaku Suomessa (Jobsøgning i Finland)
  3. Muutto Suomeen (Flytte til Finland)
  4. Arvosteluasteikot Suomessa (Karakterskalaer i Finland)
  5. Ajoneuvo Suomessa (Køretøj i Finland)
  6. Milloin veroja tulee maksaa Suomeen (Hvornår skal man betale skat til Finland?)
  7. Suomen kansalaisuus (Finsk statsborgerskab)
  8. Suomen eläkejärjestelmä (Det finske pensionssystem)
  9. Henkilötunnus Suomessa (Personnummer i Finland)
  10. Verotus Suomessa (Skat i Finland)

Mest lesnu síðurnar í Finnlandi

  1. Tollregler i Norge
  2. Bostad på Åland
  3. Svensk allmän pension
  4. Reise med hund eller katt til Norge
  5. Jobbsøking i Norge
  6. Information om corona-pandemien i Norden
  7. Bolig i Norge
  8. Jobbe som sykepleier i Norge
  9. Flytta till Sverige
  10. Svenskt medborgarskap
Mynd: Tapio Haaja /Unsplash

Mest lesnu síðurnar um Færeyjar

  1. Bolig på Færøerne
  2. Jobsøgning på Færøerne
  3. Skat på Færøerne
  4. Det færøske uddannelsessystem
  5. Arbejds- og opholdstilladelse på Færøerne
  6. Statsborgerskab på Færøerne
  7. Rejse med kæledyr til Færøerne
  8. Toldregler på Færøerne
  9. Personnummer på Færøerne
  10. Bil på Færøerne

Mest lesnu síðurnar í Færeyjum

  1. Bolig på Færøerne
  2. Skat på Færøerne
  3. Jobsøgning på Færøerne
  4. Bil på Færøerne
  5. Sprogkurser for tilflyttere til Færøerne
  6. Toldregler på Færøerne
  7. Det færøske uddannelsessystem
  8. Jobsøgning i Grønland
  9. Kørekort på Færøerne
  10. Personnummer på Færøerne 
Mynd: David Dvořáček / Unsplash

Mest lesnu síðurnar um Grænland

  1. Jobsøgning i Grønland
  2. Bolig i Grønland
  3. Arbejds- og opholdstilladelse i Grønland
  4. Flytte til Grønland
  5. Det grønlandske uddannelsessystem
  6. Skat i Grønland
  7. Arbejde i Grønland
  8. Sundhedsvæsenet i Grønland
  9. Rejse med hund eller kat til Grønland
  10. Grundskole i Grønland

Mest lesnu síðurnar á Grænlandi

  1. Jobsøgning i Grønland
  2. Bolig i Grønland
  3. Skat i Grønland
  4. Barselsorlov i Grønland
  5. Grønlandsk alderspension
  6. Grønlandske barselsdagpenge
  7. Rejse med hund eller kat til Grønland
  8. Arbejds- og opholdstilladelse i Grønland
  9. Det grønlandske pensionssystem
  10. Hvordan melder jeg flytning til Grønland?
Mynd: Visit Greenland

Mest lesnu síðurnar um Ísland

  1. Íslenskur ríkisborgararéttur (Islandsk statsborgerskab) 
  2. Húsnæði á Íslandi (Bolig i Island)
  3. Atvinnuleit á Íslandi (Jobsøgning i Island)
  4. Ferðast með hunda og ketti til Íslands (Rejse med hunde og katte til Island)
  5. Tollareglur á Íslandi (Toldregler i Island)
  6. Þjóðskrá á Íslandi (Folkeregister i Island)
  7. Fæðingarorlofsgreiðslur á Íslandi (Islandske barselsdagpenge)
  8. Innflutningur bifreiða til Íslands (Indførsel af biler til Island)
  9. Framhaldsskólar á Íslandi (Ungdomsuddannelser i Island)
  10. Meðganga og fæðing á Íslandi (Graviditet og fødsel i Island)

Mest lesnu síðurnar á Íslandi

  1. Information om corona-pandemien i Norden
  2. Bolig i Danmark
  3. Íslenskur ríkisborgararéttur (Islandsk statsborgerskab)
  4. Innflutningur bifreiða til Íslands (Indførsel af biler til Island)
  5. Stéttarfélög á Íslandi (Fagforeninger i Island)
  6. Højere videregående uddannelser i Danmark
  7. Ferðast með hunda og ketti til Íslands (Rejse med hunde og katte til Island)
  8. Folkeregistrering i Danmark
  9. Dansk uddannelsesstøtte
  10. Atvinnuleysisbætur á Íslandi (Islandske arbejdsløshedsdagpenge)
Mynd: Ferdinand Stöhr /Unsplash

Mest lesnu síðurnar um Noreg

  1. Bolig i Norge
  2. Tollregler i Norge
  3. Reise med hund eller katt til Norge
  4. Norsk identitetsnummer
  5. Flytte eller reise til Svalbard
  6. Det norske pensjonssystemet
  7. Flytte til Norge
  8. Jobbe som sykepleier i Norge
  9. Norsk statsborgerskap
  10. Norske foreldrepenger

Mest lesnu síðurnar í Noregi

  1. Svensk allmän pension
  2. Norsk identitetsnummer
  3. Bolig i Danmark
  4. Flytte eller reise til Svalbard
  5. Svenskt medborgarskap
  6. Fagforeninger i Norge
  7. Norske foreldrepenger
  8. Toldregler i Danmark
  9. Flytte til Danmark
  10. Dansk statsborgerskab
Mynd: Unsplash

Mest lesnu síðurnar um Svíþjóð

  1. Svenskt medborgarskap
  2. Svensk allmän pension
  3. Folkbokföring i Sverige
  4. Flytta till Sverige
  5. Betygsskalan i det svenska utbildningssystemet
  6. Bostad i Sverige
  7. Arbetstillstånd och uppehållstillstånd i Sverige
  8. Bank i Sverige
  9. Tullbestämmelser i Sverige
  10. Resa med hund eller katt till Sverige

Mest lesnu síðurnar í Svíþjóð

  1. Information om corona-pandemien i Norden
  2. Tollregler i Norge
  3. Bolig i Norge
  4. Norsk identitetsnummer
  5. Det norske pensjonssystemet
  6. Reise med hund eller katt til Norge
  7. Rejse med hund eller kat til Danmark
  8. Norsk statsborgerskap
  9. Flytte til Norge
  10. Svenskt medborgarskap
Mynd: Jonas Jacobsson /Unsplash

Mest lesnu síðurnar um Álandseyjar

  1. Bostad på Åland
  2. Fordon till Åland
  3. Resa med hund eller katt till Åland
  4. Skatt på Åland
  5. Tullregler på Åland
  6. Flytta till Åland
  7. Utbildningssystemet på Åland
  8. Arbets- och uppehållstillstånd på Åland
  9. Söka jobb på Åland
  10. Åländsk hembygdsrätt

Mest lesnu síðurnar á Álandseyjum

  1. Fordon till Åland
  2. Bostad på Åland
  3. Suomen kansalaisuus (Finsk statsborgerskab)
  4. Skatt på Åland
  5. Körkort på Åland
  6. Karakterskalaen i det danske uddannelsessystem
  7. Pension på Åland
  8. Tullregler på Åland
  9. Information om corona-pandemien i Norden
  10. Matkustaminen koiran tai kissan kanssa Suomeen (Rejse med hund eller kat til Finland)
Mynd: Bent Blomqvist / norden.org
 

Daglegar hindranir fyrir íbúa Norðurlanda

Til að skapa opnari og samþættari Norðurlönd er mikilvægt að þær stjórnsýsluhindranir sem borgarar lenda í verði fjarlægðar. Hlutverk Info Norden í framtíðarsýn okkar 2030 í norrænni samvinnu er mikilvægt enda um upplýsingaþjónustu að ræða sem veitir upplýsingar um hreyfanleika og safnar saman þeim stjórnsýsluhindrunum sem borgarar upplifa í sínu daglega lífi á öllum Norðurlöndunum.

Það á að vera mögulegt að flytja, stunda atvinnu þvert á landamæri, stunda nám og að reka fyrirtæki milli landamæranna á Norðurlöndum án þess að maður eigi á hættu að lenda í hindrunum vegna ólíkra laga og reglna. Þrátt fyrir það þá lenda einstaklingar og fyrirtæki enn í stjórnsýsluhindrunum og öðrum hindrunum á Norðurlöndunum sem fjalla um allt frá skattamálum að almannatryggingum, stafrænni uppbyggingu, lögleiðingu og menntun.

Starf Info Norden er nátengt starfi Stjórnsýsluhindranaráðsins og er mikilvægur þáttur í vinnu með stjórnsýsluhindranir. Þær stjórnsýsluhindranir sem Info Norden safnar saman er komið áleiðis til ráðuneyta og þjóðþinga innan hvers lands og þannig er áfram unnið að því að leita lausna.

Borgarar á Norðurlöndum lenda öðru hvoru í erfiðleikum sem eru ekki endilega stjórnsýsluhindranir en geta aftrað hreyfanleikanum sem á að vera milli Norðurlandanna. Info Norden safnar saman upplýsingum um þessa erfiðleika og upplýsir þar til bæra aðila sem geta unnið að því að leysa úr málum staðbundið.

Um 70 manns höfðu samband við Info Norden árið 2021 með þekktar, eða nýjar stjórnsýsluhindranir sem höfðu neikvæð áhrif á hreyfanleika innan Norðurlandanna. Info Norden þurfti því að vinna með ný vandamál innan ólíkra málaflokka, til dæmis skattlagningu á arðgreiðslur, almannatryggingar við fjarvinnu, skráningu millinafna, aðgangskröfur í háskóla og lokun bankareikninga í öðru landi.

Stjórnsýsluhindranaráðið

Gagnagrunnur um stjórnsýsluhindranir

Hvernig vinnur Info Norden með stjórnsýsluhindranir?

Í norrænu samstarfi um stjórnsýsluhindranir samanstanda hindranir af þeim lögum, opinberu reglum eða venjum sem hamla hreyfanleika einstaklinga, eða möguleikum fyrirtækja til að starfa þvert á landamæri á Norðurlöndunum.

Info Norden vinnur með stjórnsýsluhindranir og önnur vandamál meðal annars á eftirfarandi hátt: 

  • Kortleggja vandamál sem eru mögulegar stjórnsýsluhindranir og tilkynna inn til skrifstofu Norræna ráðherranefndarinnar og í gagnagrunn skrifstofunnar.
  • Aðstoða meðlimi hvers lands innan Stjórnsýsluhindranaráðsins, skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar, Sendinefndir Norðurlandaráðs og aðrar stofnanir sem vinna með stjórnsýsluhindranir á Norðurlöndunum. Í Finnlandi vinnur Info Norden einnig sem ritari á undirbúningsfundum fyrir fund Stjórnsýsluhindranaráðsins. 
  • Vekja athygli á þeim vandamálum sem koma í veg fyrir eða flækja hreyfanleika aðila, til þess að leggja áherslu á að leysa vandamálin og einfalda hreyfanleikann á Norðurlöndum.
  • Veita samstarfsráðherrum um stjórnsýsluhindranir gögn fyrir skýrslugerð og fyrir starfsskýrslu Stjórnsýsluhindranaráðs.

Dæmi um mögulegar stjórnsýsluhindranir sem Info Norden hefur unnið með árið 2021

Sænskumælandi Íslendingar í vandræðum með tungumálakröfur í Danmörku

Nokkrir Íslendingar hafa verið í sambandi við Info Norden eftir að hafa upplifað að þeir uppfylli ekki tungumálakröfur í Danmörku af því þeir eru sænskumælandi.

Danskur háskóli mat það svo að íslenskur námsmaður, sem hafði sænsku sem sitt annað tungumál á prófskírteini sínu, sem veitir inngöngu í háskóla, uppfyllti ekki kröfur um A dönskukunnáttu.

Sveitarfélag hefur innleitt reglur um dönskukunnáttu fyrir lækna og hefur metið svo að sænskumælandi íslenskur læknir uppfyllir ekki kröfur um dönskukunnáttu með prófi 3 með einkunnina 10 í munnlegri kunnáttu og 7 í skriflegri kunnáttu. Þrátt fyrir að læknirinn væri með íslenskt stúdentspróf (m.a. í dönsku) og hefur búið og starfað sem læknir í fjölda ára í Svíþjóð.

Í báðum tilfellum hefur vandamálið verið leyst. Info Norden og skrifstofa Stjórnsýsluhindranaráðsins eru meðvituð um vandamálin ef þau skyldu koma upp aftur.

Mynd: Yadid Levy / Norden.org

Norskir nemendur í sjúkraþjálfun sem mennta sig í Danmörku fá ekki starfsleyfi í Noregi að lokinni menntun

Norrænn samningur, sem hefur verið í gildi lengi, hefur tryggt að nemendur í heilbrigðisvísindum fái inngöngu óháð því hvar á Norðurlöndunum þeir stunda nám. Árið 2020 var reglunum breytt og allir sem koma erlendis frá til Noregs gegna nú eins árs opinberri þjónustu. Nemendur í Noregi fá 90 prósent af grunnlaunum í almennri þjónustu en þeir norsku nemendur sem hafa stundað nám í Danmörku eiga ekki rétt á launum ef þeir koma til Noregs til að vinna.

Info Norden hefur verið í sambandi við skrifstofu Stjórnsýsluhindranaráðsins og deildar þekkingar og velferðar innan skrifstofu Norræna ráðherraráðsins og kom þá í ljós að eftir að Arjeplog samningurinn var endurskoðaður séu sjúkraþjálfarar í Noregi metnir samkvæmt ESB reglum og að ekki sé hægt að endurskoða Arjeplog samninginn aftur.

Mynd: Toa Heftiba / Unsplash

Sænsk löggjöf er mögulega ekki í samræmi við norrænan samning um inngöngu í nám á æðra menntastigi

Ríkisborgarar landa utan Norðurlandanna sem eru búsettir í norrænu landi þurfa að greiða skólagjöld ef þeir vilja halda áfram námi í Svíþjóð, sem norrænir ríkisborgarar þurfa ekki að gera.

Info Norden hefur verið í sambandi við deild kunnátttu og velferðar innan skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og sænska menntamálaráðuneytið til að kanna hvort hægt sé að meta einstaklinga jafna með tilliti til kjara á öllum Norðurlöndunum og gera þá undanþegna skólagjöldum þó þeir séu ekki ríkisborgarar í ESB eða EES ríki en búa á Norðurlöndunum.

Menntamálaráðuneytið tekur fram að norræni samningurinn taki ekki til skólagjalda. Æðri menntun í Svíþjóð er þó ókeypis fyrir nemendur sem eru ríkisborgarar í ríki sem fellur undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Deild kunnáttu og velferðar telur að um ólíka túlkun á samning sé að ræða og mun skoða málið betur.

Mynd: Karl Edwards / Unsplash

Íslendingar geta ekki skráð sig sem einstæða foreldra í Noregi vegna norskra skráningarreglna.

Íslenska sendiráðið í Noregi hafði samband við Info Norden því það hafði fengið margar fyrirspurnir frá einstæðum foreldrum búsettum í Noregi, sem höfðu fengið þær upplýsingar að barnið þeirra væri skráð með “óþekkta foreldra” í norsku þjóðskránni.

Af þessum sökum lenti einstæða foreldrið í erfiðleikum við að sinna umönnun barnsins, t.d. Við að stofna bankareikning fyrir barnið, og við að vera viðurkennt sem forráðamaður barnsins við aðrar opinberar skráningar. Forræði skiptir einnig miklu máli varðandi mikilvæg mál er snúa að heilsu og aðgengi að niðurstöðum rannsókna hjá HelseNorge, fá lyf hjá apótekum og varðandi aðgerðir hjá norskum sjúkrahúsum.

Info Norden tilkynnti hindrunina til skrifstofu Stjórnsýsluhindranaráðsins og upplýsti skrifstofu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs um málið. Íslenska sendiráðið upplýsti að bæði íslenska og norska utanríkisráðuneytið væru meðvituð um málið. Með samvinnu við íslenska samstarfsaðila sína fundu norsk stjórnvöld lausn á vandamálinu.

Mynd: Szilvia Basso / Unsplash

Langur afgreiðslutími hjá þjóðskrá

Íbúar Norðurlandanna eru að lenda í löngum afgreiðslutímum hjá þjóðskrám í Noregi og Svíþjóð. Afleiðingarnar eru þær að einstaklingar þurfa að bíða lengi eftir að fá skráða kennitölu í aðflutningslandinu. Þetta getur skapað raunveruleg vandamál þegar kemur að því að fá leigt húsnæði, opna bankareikning, skráningu hjá stjórnvöldum og við kaup á nauðsynlegum vörum svo sem tryggingum, síma og interneti.

Info Norden var í samskiptum við Skatteetaten og Skatteverket sem sögðu að það væri allt að 4 mánaða bið eftir því að skráningar gengju í gegn og að fólk yrði skráð í þjóðskrá landanna. Ástæða þess voru aukin umsvif vegna Covid-19 faraldursins og fleiri innflutningstilkynningar en venjulegt væri. Hindrunin var tilkynnt í Covid-19 skýrslu til Stjórnsýsluhindranaráðs.

Mynd: Daiga Ellaby / Unsplash

Skráning barna í sænsku þjóðskrána

Ef finnskur ríkisborgari sem er skráður í sænsku þjóðskrána ákveður að fæða barn sitt í Finnlandi, gefur ráðuneyti stafrænnar væðingar og þjóðskrár í Finnlandi út fæðingarvottorð þar sem kemur fram nafn móður, kyn barnsins og fæðingartími en ekki nafn barnsins. Nafn barnsins getur ekki verið skráð í finnsku þjóðskrána þar sem barnið er búsett í Svíþjóð og heyrir því ekki undir finnsk yfirvöld.

Samkvæmt Skatteverket getur barnið ekki verið skráð frá fæðingu í Svíþjóð, heldur telst það innflytjandi. Til þess að fá skráningu þarf barnið vegabréf, sem það getur ekki fengið frá Finnlandi.

Info Norden hefur tilkynnt málið inn sem stjórnsýsluhindrun og skoðar með skrifstofu stjórnsýsluhindranaráðs hvort að vandamálið eigi einungis við um finnska ríkisborgara í Svíþjóð.

Mynd: Marcin Jozwiak / Unsplash

Bifreiðatryggingar við tímabundna dvöl í öðru norrænu landi

Það er almenn regla að ökutæki skulu vera skráð og tryggð í því landi sem ökumaður hefur búsetu í. Norskar reglur leyfa ökutækjum á erlendum skráningarnúmerum að vera í landinu ef búseta ökumanns er tímabundin. En fáir geta nýtt sér þetta úrræði því maður þarf að vera skráður í norsku þjóðskrána ef maður ætlar að dvelja í Noregi lengur en í 6 mánuði. Þannig getur ökutækið hvorki verið tryggt í Noregi né í skráningarlandi.

Info Norden hefur verið í samskiptum við skrifstofu stjórnsýsluhindranaráðs til að komast að umfangi vandans.

Mynd: Oziel Gomez / Unsplash
 

Afleiðingar af lokun norrænna landamæra

Í marga áratugi hafa opin landamæri verið sjálfsögð fyrir íbúa Norðurlandanna. Það að framvísa vegabréfum við landamærin heyrði til fortíðar. Það skapaði því vandamál í daglegu lífi fólks þegar Norðurlöndin, eitt af öðru, lokuðu landamærum sínum að nágrannaríkjunum með girðingum, lögreglu og her.

Lokuð landamæri þýddu að fjölskyldur sundruðust, fólk komst ekki til vinnu, húseigendur komust ekki að eigin húsum, og vantraust kom upp milli góðra vina, nágranna og samstarfsfélaga.

Til þess að takast á við faraldurinn innleiddu stjórnvöld á Norðurlöndum einnig mismunandi ferðatakmarkanir til þess að tryggja að eigin ríkisborgarar gætu komist nokkuð örugglega í gegnum landamærin. Reglur og tilmæli í löndunum tóku sífelldum breytingum og oft með stuttum fyrirvara þar sem aðstæður breyttust hratt. Þetta leiddi af sér rugling og óvissu meðal þeirra sem höfðu þörf fyrir að ferðast milli landa vegna vinnu, náms, flutninga, fjölskylduhaga eða viðhalds fasteigna.

Helsta verkefni Info Norden í faraldrinum hefur verið að birta greinar á norden.org og upplýsingar um gildandi ferðatakmarkanir á samfélagsmiðlum til þess að tryggja að borgarar á Norðurlöndunum hafi vitneskju um hvaða reglur gilda þegar þeir þurfa að ferðast til norrænna nágrannalanda sinna.

Það hefur verið áskorun fyrir borgara á Norðurlöndunum að þurfa reglulega að takast á við flóknar reglur, snöggar breytingar, misvísandi upplýsingar frá ólíkum yfirvöldum og vöntun á möguleika á því að leita til ákveðinna stofnanna með sín vandamál. Borgarar hafa oft leitað til stofnanna og fengið þau svör að upplýsingar megi finna á heimasíðum, og að lögreglan sinni öflugu eftirliti á landamærum.

Info Norden hefur að frumkvæði Stjórnsýsluhindranaráðsins safnað saman þeim hindrunum sem fólk hefur lent í sökum lokaðra landamæra, ólíkra takmarkana og mismunandi túlkana á því hvað landamærasvæði er; og tilkynnt þær inn til skrifstofu Stjórnsýsluhindranaráðsins.

Skrifstofa Stjórnsýsluhindranaráðsins hefur frá því í mars 2020, byggt á upplýsingum frá Info Norden og þeim 3 upplýsinga þjónustum sem eru á landamærasvæðum, skrifað 21 skýrslu um þær áskoranir sem hafa komið upp á meðan á faraldrinum hefur staðið. Skýrslurnar eru sendar inn til Norrænu samstarfsnefndarinnar, norrænu samstarfsráðherranna, Norðurlandaráðs og annarra þar til bærra aðila.

Info Norden hefur einnig upplýst aðra aðila, svo sem ríkisstjórnir Norðurlandanna, Norðurlandaráð og blaðamenn um þær afleiðingar sem takmarkanir á frjálsu flæði innan Norðurlandanna hafa haft á fólk sem lifir og býr á Norðurlöndunum.

Vinna Stjórnsýsluhindranaráðsins vegna raskana af völdum Kórónuveirufaraldursins

Dæmi um vandamál sem tengjast Covid-19 sem Info Norden hefur upplifað og greint frá árið 2021

Undantekningar fyrir suma ferðamenn leiddu til ólíkra aðstæðna

Íbúar frá Finnlandi og Svíþjóð sem ferðuðust daglega milli landa vegna vinnu í norska heilbrigðiskerfinu voru um tíma undanskilin kröfum um einangrun við komuna til Noregs, á meðan starfsmenn frá öðrum norrænum löndum fengu ekki sömu undanþágu. Um tíma var Danmörk með sérstakar undanþágur fyrir einstaklinga frá svæðum í Suður-Svíþjóð sem giltu ekki fyrir einstaklinga sem komu annars staðar frá Norðurlöndunum. 

Mynd: Mathias Eis / Scanpix

Bann við komu ferðamanna hafði áhrif á þá sem þurfa að fara yfir landamæri vegna vinnu

Í janúar 2021 innleiddi Noregur almennt bann við komu til landsins, nema fyrir þá sem ekki voru með sérstakar undanþágur, til dæmis einstaklingar sem gegndu samfélagslega mikilvægum störfum. Þetta þýddi að þeir sem ferðuðust milli landa vegna vinnu frá Finnlandi og Svíþjóð voru ekki lengur undanþegin norskum landamærareglum og stóðu uppi án uppsagnarfrests eða dagpeninga/atvinnuleysisbóta; og mörg fyrirtæki skorti starfsmenn.

Mynd: Nicolas Höpfner / Wikimedia Commons

Nemendur og nýbúar voru ekki undanþegin banni við komu ferðamanna

Ferðatakmarkanir í fjölda landa tóku á tímabilum ekki tillit til þeirra einstaklinga sem höfðu skipulagt flutninga milli Norðurlandanna. Þetta leiddi til þess að margir fengu ekki aðgang að nýju húsnæði, gátu ekki skráð sig í þjóðskrár eða skráð börn til daggæslu eða skóla. Auk þess var nemendum neitað um inngöngu til landa þar sem þeir höfðu áætlað að hefja nám - bæði nemendum sem ætluðu að ferðast milli landa til þess að stunda nám og einnig nemendum sem ráðgerðu að flytjast búferlum til annars norræns lands vegna náms.

Mynd: Frank Cillius / Scanpix

Vandamál tengdust ólíku aðgengi að veiruprófum milli landa

Á tímabilum voru öll Norðurlöndin með kröfur um neikvæða niðurstöðu úr veiruprófum við komuna til landsins. Þar sem aðgengi að prófunum var ólíkt milli landanna, leiddi þetta til vandamála fyrir þá sem vildu ferðast yfir landamærin á Norðurlöndum. Í sumum löndum var ótakmarkað aðgengi að ókeypis prófum, á meðan borgarar í öðrum löndum þurftu að greiða fyrir sín próf. Kröfur landa um hvenær próf skyldu vera tekin, leiddu einnig til vandamála þar sem langur biðtími eftir niðurstöðum gerði það að verkum að niðurstöður voru orðnar ógildar þegar átti að framvísa þeim við landamæri.

Mynd: Bent Blomqvist / norden.org
 

Norðurlöndin á dagskrá

Info Norden skipuleggur upplýsingaviðburði til stuðnings vinnunni fyrir hreyfanlegum og samþættum Norðurlöndum. Þessir viðburðir geta meðal annars verið námskeið, ráðstefnur, kynningar, fundir með hagsmunaaðilum eða stafræn upplýsingagjöf til markhópa Info Norden.

Þrátt fyrir takmarkanir Kórónaveirufaraldursins og tilmæli um fjarvinnu þá hélt Info Norden fjölda viðburða árið 2021:

  • Upplýsingadagur fyrir námsmenn sem vilja flytja, stunda nám eða vinnu á Norðurlöndunum í samvinnu við Nordjobb
  • Norðurlöndin, saman í samvinnu við Norræna félagið. SJÁ VÍDJÓ. 
  • Kóróna og framtíð Norðurlandanna í samvinnu við Norræna félagið. SJÁ VÍDJÓ. 
  • Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn haft áhrif á norrænu samvinnuna? Í samvinnu við Norden í Fókus. LESA MEIRA.
  • Kórónaveirufaraldurinn lokaði landamærum - hvernig verðum við nú samþættasta svæði í heimi? Í samvinnu við Norden í Fókus. LESA MEIRA. 
  • Rekst hreyfanleiki norrænna nemenda á lokuð landamæri? Í samvinnu við ANSA: SJÁ VÍDJÓ.

Auk þess heimsótti Info Norden 18 staði á Grænlandi með NAPA; og Info Norden tók þátt sem fyrirlesari eða sýnandi á 12 viðburðum, sem dæmi:

  • Vefnámskeið um hreyfanleika á Norðurlöndum - sönn saga um störf, samskipti og svartar tölur, skipulagt af Norræna ráðherraráðinu
  • Rannsóknarspurningar um landamærasvæði, skipulagt af Karlstad Universitet
  • Dagar alþjóðavæðingar almennrar menntunar, skipulagt af Menntamálaráðuneytinu í Finnlandi.

Info Norden á Facebook

Info Norden á Twitter

Gerast áskrifandi að fréttabréfi Info Norden

Viðauki 3. Upplýsingaviðburðir Info Norden

Info Norden sameinar fólk

Allir upplýsingaviðburðir Info Norden, með linkum og samstarfsaðilum, eru listaðir upp í viðauka sem má finna í lok skýrslunnar. Hér eru nokkur dæmi um viðburði á árinu:

  • 6 eigin viðburðir
  • 12 viðburðir á vegum annarra/upplýsingaferð á 18 staði
  • 2 stórar herferðir á samfélagsmiðlum
  • 9 909 flgjendur á Facebook
  • 1 606 fylgjendur á Twitter
  • 8 greinar eða viðtöl í dagblöðum eða útvarpi/heimasíðum
  • 12 eigin fréttabréf
Skáli Norðurlanda á Arendalsvikunni 2021
Mynd: Info Norden
 

Góðar stafrænar upplýsingar til íbúa Norðurlanda

Í faraldrinum hefur það verið áskorun fyrir hreyfanlega íbúa Norðurlandanna að komast yfir réttar upplýsingar um gildandi ferðatakmarkanir til annarra norrænna landa. Margir leituðu upplýsinga á samfélagsmiðlum og fólk sótti til dæmis frekar í að leita upplýsinga í Facebook hópum fremur en hjá stjórnvöldum.

Info Norden nýtti því eigin samfélagsmiðla og ólíka Facebook hópa til þess að upplýsa fólk um að réttar og uppfærðar upplýsingar um ferðatakmarkanir væru að fá hjá stjórnvöldum. 

Info Norden lagði einnig áherslu á “Kórónuveirufaraldurinn og norræn samvinna” með fjölda stuttra myndbanda þar sem norrænir stjórnmála-og embættismenn ræddu eigin hugmyndir um hvað við getum lært af faraldrinum fyrir framtíð norrænnar samvinnu.

Þar að auki hélt Info Norden, með stafrænu fréttabréfi sínu, hagsmunaaðilum upplýstum um áskoranir sem tengdust takmörkunum á frjálsu flæði.

Meðfram þessu gaf Facebook herferð Info Norden #nordichumans almenningi orðið þar sem einstaklingar gátu sagt frá daglegum upplifum sínum á Norðurlöndunum.

Árið 2021 útbjó Info Norden einnig samantekt um Kórónu Passa á Norðurlöndum, sem var umtalað í Ekot í sænska útvarpinu. Hufvudstadsbladet tók viðtal við Info Norden um vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar við að tryggja frjálsa för innan Norðurlandanna. Tímarit Norrænu félagana birtu fjölda greina um þau vandamál, sem Info Norden tilkynnti, sem fólk var að upplifa á tímum faraldursins.

Info Norden á Facebook

Info Norden á Twitter

Herferðir Info Norden #nordichumans

Herferðir Info Norden um Kórónuveirufaraldurinn og norræna samvinnu

Viðauki 3. Upplýsingaviðburðir Info Norden

Í herferðinni Kórónuveirufaraldurinn og norræn samvinna spyr Info Norden norræna stjórnmálamenn og embættismenn um Covid-19  og hvað við getum lært af faraldrinum með tilliti til norrænnar samvinnu.
Til vinstri: Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarsson. Mynd: Magnus Fröderberg / norden.org
Til hægri: Anders Tegnell, Lýðheilsustöð. Mynd: Hessica Gow / Scanpix

Í herferðinni #nordichumans gefur Info Norden almenningi á Norðurlöndum orðið
Myndir til vinstri: Tarjei Krogh og @suppekokken
Myndir til hægri: Liz Lindvall og Caroline Aflalo

Info Norden í Villads Villadsens Efterskole í  Qasigiannguit, Grænlandi.
Mynd: Info Norden

Fréttabréf Info Norden

 

Samvinna sem eykur þekkingu

 

Info Norden upplýsir einstaklinga innan viðeigandi yfirvalda og stjórnmálamenn um þau vandamál sem koma upp, er upplýst um nýjar reglur sem hafa verið eða munu verða innleiddar innan landa eða á norrænum eða evrópskum vettvangi, og tryggir áreiðanlegan aðgang að upplýsingum frá yfirvöldum þegar þörf krefur. Auk þess er Info Norden virkur samstarfsaðili í ólíkum samstarfsverkefnum með viðeigandi aðilum. Markmið Info Norden er að auka þekkingu ólíkra aðila á hreyfanleika á Norðurlöndum.

Samkeppnishæfur hreyfanleiki á byrjunarreit

Að ná fram góðum hreyfanleika yfir landamæri og í daglegu lífi í gegnum stafræna væðingu

Nordisk eTax

Menntasamningar og -áætlanir á Norðurlöndum

Viðauki 4. Tengslanet Info Norden

Dæmi um einstök tengslanet eða samstarfsverkefni innan mismunandi geira

Almannatryggingar

Samvinnuhópur um norræn almannatryggingamál er formlegt samstarf milli almannatryggingakerfa Norðurlandanna sem hefur það að markmiði að tryggja gæði texta Info Norden um almannatryggingar á norden.org, og upplýsa Info Norden um breytingar þegar það á við og þegar nýjar reglugerðir taka gildi. Meðlimir samstarfshópsins eru tengiliðir Info Norden í fyrirspurnum um almannatryggingar. 

Árin 2020-21 hefur samvinnuhópurinn mótað greinar um framfærslubætur, styrk vegna kaupa á hjálpartækjum, fjárhagsaðstoð og lög á Norðurlöndunum. Að auki hefur hópurinn fengið nýja starfsáætlun fyrir árin 2022-2024.

Mynd: Eiríkur Bjørnsson / Norden.org

Skattamál

Info Norden er í samvinnu við Nordisk eTax, sem er samnorræn upplýsingavefgátt um skattamál fyrir fólk sem býr í einu norrænu landi en hefur laun eða á eignir í öðru norrænu landi. Þegar vefgáttin var endurnýjuð kom Info Norden fram með athugasemdir um að nauðsynlegt væri fyrir norræna borgara að fá svör við spurningum um skattamál milli landamæra á sínu eigin móðurmáli.

Mynd: Søren E. Alwan / Scanpix

Menntun

Info Norden er í samvinnu með deild þekkingar og velferðar innan skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar til þess að efla upplýsingagjöf bæði til nemenda og námsráðgjafa um menntun á Norðurlöndunum. Árið 2021 birti Info Norden í samvinnu við stofnunina grein um menntamál og norræna samninga um menntamál. Info Norden hefur einnig staðið fyrir kynningu um menntunarmöguleika á Norðurlöndunum og vinnur að því að bæta upplýsingar Info Norden um menntun á norden.org.

Mynd: Jacob Boserup / CBS

Hreyfanleiki í vinnu

Info Norden er hluti af vinnuhóp sem er stýrt af Nordregio fyrir verkefnið Samkeppnishæfur hreyfanleiki á byrjunarreit, sem er hluti af  samstarfsáætlun norrænu svæðisráðherranna Nordic Thematic Group for Green, Innovative and Resilient Regions. Markmiðið er að auka þekkingu á vinnuumhverfinu á Norðurlöndunum með áherslu á hreyfanleika vinnu yfir landamæri á borð við að þurfa að ferðast yfir landamæri daglega eða vikulega vegna vinnu, almenna flutninga vegna vinnu eða fjármagnsflutninga.

Mynd: DSB.dk

Stafræn væðing

Verkefnið “að ná fram góðum hreyfanleika yfir landamæri og í daglegu lífi í gegnum stafræna væðingu”, sem er stýrt af ráðuneyti stafrænnar væðingar og þjóðskrár í Finnlandi, var eitt af flaggskipsverkefnum Finnlands í formennsku Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2021. Eitt af markmiðum verkefnisins var að kanna möguleika á fjölhæfri og auðveldri notkun á löggjafar-og reglugerðar gagnagrunnum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Info Norden hefur tekið þátt í könnun, vinnustofu og skipulagningu áframhalds verkefnisins árin 2022-2023.

Mynd: Colourbox.com
 

Bilag 1. Besøg på Info Nordens websider

Statistikken er baseret på tal fra Google Analytics. Bemærk at tallene for 2019 er ekstraordinært lave på fordi Info Nordens websider lå på et midlertidigt subdomæne mellem efteråret 2018 og foråret 2019. Dette påvirkede synligheden i søgemaskiner – og dermed også besøgstallene – negativt.

Tabel 1. Besøg

Besøg fra: *)201920202021Ændring fra 2020 til 2021
Danmark58573199 013223 852+ 12,5 %
Finland38296111 175145 206+ 30,6 %
Færøerne2 3635 0386 266+24,4 %
Grønland1 2255 34810 232+91,3 %
Island9 37716 70924 520+46,7 %
Norge59089127 396232 921+82,2 %
Sverige88567271 281376 593+38,8 %
Åland1 0892 7332 490-8,9 %
Ikke-nordiske lande43099349 569414 675+18,2 %
I alt301 7681 088 2621 436 755+32,0 %
*) Tallene for Åland og Finland er beregnet således, at besøg fra Mariehamn, som i Google Analytics er registreret som besøg fra Finland, er blevet lagt til antallet af besøg fra Åland og fratrukket antallet af besøg fra Finland.

Tabel 2. Sidevisninger

Antal sidevisninger: *)201920202021Ændring fra 2020 til 2021
Danmark140 390341 191362 346+6,2 %
Finland96 628209 053240 005+14,8 %
Færøerne5 26910 87411 411+4,9 %
Grønland3 71710 28317 710+72,2 %
Island32 90039 12256 014+43,2 %
Norge122 971283 676365 141+28,7 %
Sverige175 560467 539591 755+27,6 %
Åland6 42245874 286-6,6 %
Ikke-nordiske lande90 551449 446591 755+31,7 %
I alt674 4081 815 7712 245 040+23,6%

Tabel 3. Andel sidevisninger på sider om de enkelte lande

Andel sidevisninger på sider om:2021
Danmark17,4 %
Finland7,6 %
Færøerne5,2 %
Grønland7,2 %
Island5,1 %
Norge31,9 %
Sverige22,2 %
Åland3,5 %
I alt100 %

Tabel 4. Sidevisninger per besøg

Sidevisninger per besøg fra brugere i:201920202021
Danmark2,51,71,6
Finland2,61,91,7
Færøerne2,12,21,8
Grønland3,01,91,7
Island3,62,32,3
Norge2,02,21,6
Sverige2,01,71,6
Åland2,91,71,7
Ikke-nordiske lande1,91,31,4
I alt2,21,71,6

Tabel 5. Gennemsnitlig varighed per besøg

Besøgsvarighed i minutter fra brugere i:201920202021
Danmark2:331:351:36
Finland3:031:581:44
Færøerne2:011:471:34
Grønland3:191:421:29
Island3:392:382:35
Norge2:101:541:42
Sverige1:561:361:36
Åland2:231:311:31
Gennemsnit af alle besøg2:181:441:34

Tabel 6. Trafikkilder

Antal besøg som kommer via:201920202021Ændring fra 2020 til 2021
Organisk søgning232 807738 8641 153 335+56,1 %
   Heraf Google230 075723 2331 119 482+54,8 %
Google ads1993 483143 326+53,3 %
Andre websites (bortset fra sociale medier)15 22027 60524 050-12,9 %
Sociale medier5 45510 34213 101+26,7 %
   Heraf Facebook4 4668 613 8 566-0,5 %
Direkte trafik15 295217 79197 279-55,3 %
Andet6177239+35,0 %

Tabel 7. Trafikkilder, andele

Antal besøg som kommer via:201920202021
Organisk søgning86,6 %67,9 %80,3 %
   Googles andel af organiske søgninger98,8 %97,9 %97,1 %
Google ads0,0 %8,6 %10 %
Andre websites (bortset fra sociale medier)5,7 %2,5 %1,7 %
Sociale medier2,0 %1 %0,9 %
   Facebooks andel af besøg fra sociale medier81,9 %83,2 %65,4 %
Direkte trafik5,7 %20,0 %6,8 %
Andet0,0 %0,0 %0,0 %

Tabel 8. Trafik efter platform

Platform201920202021Ændring fra 2020 til 2021
Computer128 233520 334592 580+13,9 %
Mobiltelefon161 242528 356802 440 +51,9 %
Tablet19 99139 57241 735+5,5 %
Andel af besøg fra mobiltelefoner og tablets58,6 %52,2 %58,8 %

Tabel 9. Mest viste websider

Her er de 75 mest læste artikler på Info Nordens websider på tværs af alle lande. Alle oversættelser af hver tekst er regnet med. På listen vises artiklernes titler på originalsproget. Titler på finsk og islandsk vises både på originalsproget og på dansk. I parentes ses placeringen på listen i 2020.
 
1. Information om corona-pandemien i Norden (1)
2. Dansk statsborgerskab (3)
3. Bolig i Norge (4)
4. Tollregler i Norge (2)
5. Svenskt medborgarskap (29)
6. Reise med hund eller katt til Norge (7)
7. Norsk identitetsnummer (8)
8. Bolig på Færøerne (6)
9. Jobsøgning i Grønland (5)
10. Flytte eller reise til Svalbard (9)
11. Svensk allmän pension (11)
12. Rejse med hund eller kat til Danmark (33)
13. Det norske pensjonssystemet (13)
14. Flytte til Norge (NY)
15. Bolig i Danmark (14)
16. Jobbe som sykepleier i Norge (12)
17. Norsk statsborgerskap (10)
18. Norske foreldrepenger (21)
19. Jobsøgning på Færøerne (18)
20. Bolig i Grønland (25)
21. Bostad på Åland (17)
22. Folkbokföring i Sverige (35)
23. Flytte til Danmark (47)
24. Flytta till Sverige (20)
25. Betygsskalan i det svenska utbildningssystemet (15)
26. Norsk alderspensjon (27)
27. Jobbsøking i Norge (28)
28. Bostad i Sverige (34)
29. Arbetstillstånd och uppehållstillstånd i Sverige (40)
30. Matkustaminen koiran tai kissan kanssa Suomeen (Rejse med hund eller kat til Finland) (41)
31. Folkeregistrering i Norge (22)
32. Bank i Sverige (23)
33. Dansk alderspension (38)
34. Dansk skat (45)
35. Tullbestämmelser i Sverige (51)
36. Toldregler i Danmark (32)
37. Bil i Norge (24)
38. Resa med hund eller katt till Sverige (67)
39. Folkeregistrering i Danmark (30)
40. Rett til helsetjenester i Norge (19)
41. Arbejds- og opholdstilladelse i Grønland (42)
42. Arbeids- og oppholdstillatelse i Norge (26)
43. Svensk föräldrapenning (55)
44. Skatt i Norge (44)
45. Íslenskur ríkisborgararéttur (Islandsk statsborgerskab) (NY)
46. Flytte til Grønland (NY)
47. Underhållsbidrag och underhållsstöd i Sverige (NY)
48. Svensk arbetslöshetsersättning (16)
49. Bil i Sverige (56)
50. Førerkort i Norge (43)
51. Dødsfall og arv i Norge (31)
52. Húsnæði á Íslandi (Bolig i Island) (39)
53. Körkort i Sverige (63)
54. Karakterskalaen i det danske uddannelsessystem (37)
55. Työnhaku Suomessa (Jobsøgning i Finland) (NY)
56. Atvinnuleit á Íslandi (Jobsøgning i Island) (49)
57. Det danske pensionssystem (69)
58. Ret til sundhedsydelser i Danmark (48)
59. Dansk uddannelsesstøtte (70)
60. Bostadsbidrag och bostadstillägg i Sverige (72)
61. Graviditet och förlossning i Sverige (NY)
62. Det svenska pensionssystemet (60)
63. Graviditetog fødseli Norge (54)
64. Muutto Suomeen (Flytte til Finland) (NY)
65. Ferðast með hunda og ketti til Íslands (Rejse med hunde eller katte til Island) (NY)
66. Danske barselsdagpenge (59)
67. Fagforeninger i Norge (46)
68. Norsk utdanningsstøtte (68)
69. Stemmerett i Norge (NY)
70. Bank i Norge (66)
71. Norske dagpenger ved arbeidsledighet (36)
72. Stemmeret i Danmark (50)
73. Høyere utdanning og fagskoleutdanning i Norge (65)
74. Gymnasieutbildning i Sverige (61)
75. Sök jobb i Sverige (NY)

Tabel 10. Mest viste websider efter emne

Her er de 20 emner som Info Nordens brugere oftest har søgt information om på tværs af lande. 
 
1. Bolig
2. Statsborgerskab 
3. Rejse med hund eller kat
4. Jobsøgning 
5. Toldregler
6. Flytte til
7. Alderspension
8. Information om Corona 
9. Folkeregistrering
10. Arbejds- og opholdstilladelse 
11. Pensionssystem
12. Skat
13. Barselsdagpenge
14. Bil
15. Personnummer 
16. Karakterskala 
17. Bankkonto
18. Arbejdsløshedsdagpenge
19. Ret til sundhedsydelser
20. Kørekort
 

Bilag 2. Henvendelser til Info Norden

Alle henvendelser til Info Norden registreres i databasen Nordsvar. Statistikken er trukket herfra.

Tabel 11. Henvendelser til Info Norden efter kontor

De fleste brugere anvender spørgeformularen på Info Nordens websider til at stille spørgsmål. I spørgeformularen kan brugerne vælge hvilket sprog de ønsker svar på. Dette valg afgør hvilket Info Norden-kontor der modtager spørgsmålet. Henvendelser der ønskes besvaret på dansk, bliver sendt til Info Norden i Danmark og så videre. Henvendelser på engelsk besvares af Info Norden i det land som de handler om. Info Norden i Grønland blev etableret i 2015.

DanmarkFinlandFærøerneGrønlandIslandNorgeSverigeÅlandI alt
202190458622217127610051759955 018
20208333541311271659591328563 953
20193942088978103369567361 837
2018335241248162344512331 659
20175843517229269507689592 560
20166204003429232430737662 548
2015642424337311442783402 682
201462947086346500775362 842
201373845442576528920603 318
2012880587567266101 084443 987

Tabel 12. Henvendelser per webbesøg

ÅrHenvendelser per 1 000 besøg
20213,5
20203,6
20196,0
20183,0
20172,6

Tabel 13. Antal henvendelser fordelt på emne

Bemærk at en henvendelse ofte handler om mindst to forskellige lande. Summen af tallene i hver kolonne vil derfor være større end summen af alle henvendelser per år i tabel 9.

Emne201920202021Ændring fra 2020 til 2021
Arbejde i flere lande132142+100,0%
Arbejde, jobsøgning og dagpenge345513698+36,1%
Bolig109200212+6,0%
Erhverv/virksomhed90123148+20,3%
Familie (fx børnebidrag, dødsfald og arv)112224186-17,0%
Flytning141342463+35,4%
Folkeregistrering, legitimation og personnummer258448557+24,3%
Forbruger (fx bank og forsikring)56127195+53,5%
Grænsegænger/pendler234375+74,4%
Ikke-nordiske borgere166398941+136,4%
Kriser i samfundet (henvendelser om covid-19)-375312-16,8%
Køretøj79155214+38,1%
Nordisk samarbejde374758+23,4%
Nordiske støtteordninger312631+19,2%
Rejse med dyr, planter og fødevarer64111184+65,8%
Samfund (fx statsborgerskab og stemmeret)164489575+17,6%
Skole og uddannelse216405504+24,4%
Social sikring (alle typer af sociale ydelser)322749849+13,4%
Sundhed, sygdom og særlige behov100197204+3,6%
Told og skat257394465+18,0%
Øvrigt743487+155,9%

Tabel 14. Andel henvendelser fordelt på emne

Bemærk at en henvendelse ofte handler om mindst to forskellige emner. Summen af tallene i hver kolonne vil derfor være over 100 %.

Emne201920202021
Arbejde i flere lande0,7%0,5%0,8%
Arbejde, jobsøgning og dagpenge18,7%13,0%13,9%
Bolig5,9%5,1%4,2%
Erhverv/virksomhed4,9%3,1%2,9%
Familie (fx børnebidrag, dødsfald og arv)6,1%5,7%3,7%
Flytning7,6%8,7%9,2%
Folkeregistrering, legitimation og personnummer14,0%11,3%11,1%
Forbruger (fx bank og forsikring)3,0%3,2%3,9%
Grænsegænger/pendler1,2%1,1%1,5%
Ikke-nordiske borgere9,0%10,1%18,8%
Kriser i samfundet (henvendelser om covid-19)0,0%9,5%6,2%
Køretøj4,3%3,9%4,3%
Nordisk samarbejde2,0%1,2%1,2%
Nordiske støtteordninger1,7%0,7%0,6%
Rejse med dyr, planter og fødevarer3,5%2,8%3,7%
Samfund (fx statsborgerskab og stemmeret)8,9%12,4%11,5%
Skole og uddannelse11,7%10,2%10,0%
Social sikring (alle typer af sociale ydelser)17,5%18,9%16,9%
Sundhed, sygdom og særlige behov5,4%5,0%4,1%
Told og skat13,9%10,0%9,3%
Øvrigt4,0%0,9%1,7%

Tabel 15. Antal henvendelser om de enkelte lande

Bemærk at en henvendelse ofte handler om mindst to forskellige lande. Summen af tallene i hver kolonne vil derfor være større end summen af alle henvendelser per år i tabel 9. Tallet under ”andre” i kolonnen længst til højre dækker over ”EU og EØS” samt ”Andet”. Vi har ikke før 2019 haft mulighed for at registrere om henvendelser har handlet om lande uden for Norden.

DanmarkFinlandFærøerneGrønlandIslandNorgeSverigeÅlandAndre
2021141166331725942317661616150365
202012054641791922321485127098237
20196442391411181496516206661
2018560158413212464863450-
20178862821086321994491291-

Tabel 16. Andel henvendelser om de enkelte lande

Bemærk at en henvendelse ofte handler om mindst to forskellige lande. Summen af tallene i hver kolonne vil derfor være over 100%.

Andel henvendelser om201920202021
Danmark34,9 %30,6 %28,1 %
Finland13,0 %11,8 %13,2 %
Færøerne7,6 %4,5 %6,3 %
Grønland6,4 %4,9 %5,2 %
Island8,1 %5,9 %8,4 %
Norge35,3 %37,7 %35,2 %
Sverige33,6 %32,2 %32,2 %
Åland3,6 %2,5 %3,0 %
EU/EØS1,7 %2,8 %2,9 %
Andre1,6 %3,2 %4,3 %

Tabel 17. Andel henvendelser efter sprog

Platform201920202021
Dansk20,7 %19,3 %16,0%
Finsk9,6 %7,5 %7,4%
Færøsk0,0 %0,2 %0,2%
Grønlandsk0,1 %0,0 %0,1%
Islandsk5,2 %3,2 %3,6%
Norsk17,8 %20,5 %18,0%
Svensk30,4 %32,0 %27,7%
Engelsk16,2 %17,6 %27,0%

Tabel 18. Andel henvendelser efter ankomstmetode

Platform201920202021
Webformular78,0 %87,2 %88,2%
Telefon14,3 %9,2 %5,1%
E-mail6,8 %3,6 %6,6%
Sociale medier0,3 %0,2 %0,1%
Brev0,6 %0,1 %0,0%
Besøg0,1 %0,0 %0,0%
 

Bilag 3. Info Nordens informationsaktiviteter

Info Norden bidrar med informationsaktiviteter som stöder arbetet för fri mobilitet i Norden. Informationsaktiviteter kan bland annat vara seminarier, konferenser, presentationer, möten med intressenter eller målinriktad digital information till Info Nordens målgrupper. 

Info Nordens egna seminarier och arrangemang

TemaLinkArrangörPlatsDatumAntal deltagare
Informationsdag för studerande om Info Norden och NordjobbInfo Norden och Nordjobb ÅlandÅland, Ålands Gymnasium i Mariehamn10/260
Norden, tillsammans Se video

Info Norden och Pohjola-NordenWebbinarium23/330
Corona och Nordens framtid Se video

Info Norden och Pohjola-NordenWebbinarium24/350
“Hur har covid-19-pandemin påverkat det nordiska samarbetet?” Læs mere Info Norden og Norden i FokusSverige, Stockholm (online)6/7111
Coronapandemin stängde gränserna - hur gör vi nu för att bli den mest integrerade regionen i världen? Læs mere Info Norden och Norden i FokusFinland, Helsingfors och online12/772
Kolliderer nordisk studentmobilitet i stengte grenser? Læs mere Info Norden och ANSANorge, Arendal19/830

Informationsaktiviteter där Info Norden bidragit som föreläsare, utställare eller liknande

TemaLinkArrangörPlatsDatumAntal deltagare/visningar
Pohjola-Nordens rådgivningskommittéPohjola-NordenOnline19/114
Presentation “Legal status of microdata sharing in the Nordics?” på webbinariet “Free movement in the Nordics - A true story of jobs, commuting, and dark numbers” Læs mere

Nordisk MinisterrådWebbinarium25/2160
Indlæg på “Covid-19 sætter tilliden og mobiliteten under pres” Læs mere Norden i FokusWebbinarium23/33 400
Oplæg på webinar for studerende på Helsinki Universitet om Info Norden, Grønland og mobilitetHelsinki UniversitetWebbinarium19/415
Pohjola-Nordens rådgivningskommittéPohjola-NordenOnline26/420
Informationsrejse, 5 byer i Diskobugten: Ilulissat, Qasigiannguit, Aasiaat, Qeqertarsuaq, KangaatsiaqLæs mere NAPAGrönland3-18/6227
Presentasjon av Info Norden og møte med det nordiske teamet i Internasjonal avdeling, StortingetForeningen Norden i NorgeNorge, Oslo4/67
Pohjola-Nordens rådgivningskommittéPohjola-NordenOnline7/615
Informationsrejse, 13 byer og bygder i Nordgrønland, herunder Ilulissat, Upernavik, Uummannaq og KullorsuaqSe videoNAPAGrønland24/8-8/9178
Pohjola-Nordens rådgivningskommittéPohjola-NordenOnline30/825
Föredrag "Det åbne Norden og de lukkede grænser – landenes indrejserestriktioner fik konsekvenser for nordboerne" på webbinariet Gränsregionala forskningsfrågorLæs mere Karlstad UniversitetWebbinarium7/1025
Föredrag om Info Norden till Sveriges socialdemokrater, S-gruppen i Nordiska rådetÅlands Socialdemokrater, lagtingsgruppenÅland, Mariehamn15/1020
Presentasjon av Info Norden for Foreningen Nordens landsstyre i NorgeForeningen Norden i NorgeNorge, Oslo26/1020
Præsentation af Info Norden, formål og resultater, for NAPAs bestyrelse samt medarbejdereNAPAGrönland, Nuuk27/1010
Præsentation af Info Nordens arbejde på egen stand på session 2021 på ChristiansborgNordiska rådetDanmark, Köpenhamn1-4/11ca 1 000
Presentation av Info Norden på Islands Universitets internationella dagIslands UniversitetIsland, Reykjavik4/11150-200
Presentation av Info Norden på Internationaliserings-dagarna för allmänbildande utbildningLæs mere Utbildningsstyrelsen Finland, Vasa11-12/11220
Presentasjon av tema Info Norden ønsker å jobbe med i 2021Nordiska ministerrådetDanmark, Köpenhamn17/1160
Pohjola-Nordens rådgivningskommittéPohjola-NordenOnline22/1118

Informationsaktiviteter online och annat

TemaLinkArrangör/avsändareTyp av informationDatumAntal mottagare
“Coronatidens vi och de”. En artikel på finska och svenska i Pohjola-Nordens tidning. Læs merePohjola-NordenArtikel1/37 500
“Norge öppnar gränsen för gränspendlare från Finland och Sverige”. Info Nordens nyhedsbrev på skandinaviska, finska ock isländska.Læs mereInfo Norden Nyhetsbrev1/323/3
”Udfordringer for mobile nordboer under pandemien”. Info Nordens nyhedsbrev til interessenter i Sverige Læs mereInfo NordenNyhetsbrev15/3500
“Info Nordens årsrapport 2020 er udkommet”. Info Nordens nyhedsbrev på skandinaviska, finska och isländska. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev26/3515
”Sådan påvirkede pandemien folk i Norden i 2020”. Info Nordens nyhedsbrev til interessenter i Sverige. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev26/3500
“Hva ville folk i Norden vite noe om i 2020?” Info Nordens nyhetsbrev til interessenter i Norge. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev26/332
“Liikkuvuus Pohjoismaissavuonna 2020: Mitäihmisethalusivattietää, ja mistätietolöytyi?” Info Nordens nyhetsbrev på finska. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev6/4163
“Et rekordår for webbesøg og henvendelser”. Nyhedsbrev til Info Nordens interessenter i Danmark.Læs mereInfo NordenNyhetsbrev9/460
Nordiska rådet tar upp den inskränkta rörelsefriheten i Norden – "Sverige valde en annan linje och därför gick det inte att koordinera mer". En intervju på Hufvudstadsbladet. Læs mereHufvudstads-bladetArtikel13/4Läsarantal ca 71 000
“Rekordår for informasjonstjenesten Info Norden”. Nyhetssak på Foreningen Norden. Læs mereForeningen Norden i NorgeArtikel16/45 500
“Vaccinationspas i Norden og EU”. Info Nordens nyhedsbrev til interessenter i Sverige. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev19/4500
“Skillnader i hur nordiska länder arbetar med vaccinpass”. Sveriges Radio refererede til Info Nordens sammenstilling om vaccinepas i Ekot. Læs mereSveriges RadioRadio20/4Över
460 000
lyssningar / vecka
“Meg og min jobb”. Sak til Kommunikasjonsforeningens medlemsmagasin.Kommunikasjons-foreningen NorgeArtikel3/54 000
“(Litt) enklere for nordiske hytteeiere i Sverige”. Info Norden intervjuet i sak om samordningsnummer og hytteeiere i Sverige.Læs mereForeningen Norden i NorgeArtikel20/55 500
“Udlændinge der ejer fritidshus i Sverige kan fra i dag selv ansøge om svensk samordningsnummer”. Info Nordens nyhedsbrev på skandinaviska, finska och isländska. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev18/6515
“Skal du reise i Norden, her finner du koronainformasjon”. Nyhetssak på Foreningen Norden.Læs mereForeningen Norden i NorgeArtikel30/65 500
“Info Norden är med på följande nordiska sommararenor. Välkommen att följa med!” Info Nordens nyhedsbrev på skandinaviska, finska och isländska. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev5/7515
Kampanj “Coronapandemin och det nordiska samarbetet”. Videoer på Facebook og Twitter.Læs mereInfo NordenSociala medier29/10 - 4/11Facebook:
3 300. Twitter 5 600
Kampanj #nordichumans på Facebook.Læs mereInfo NordenSociala medier29/10 - 4/119 700
”Hur stärker vi det nordiska samarbetet efter coronakrisen?”Info Nordens nyhedsbrev til interessenter i Sverige. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev1/11500
“Har du spørsmål om Norden?”. Nyhetssak på Foreningen Norden.Læs mereForeningen Norden i NorgeArtikel16/115 500
“Digitale nomader og Norden”. Info Nordens nyhedsbrev til interessenter i Sverige. Læs mereInfo NordenNyhetsbrev20/12500
 

Bilag 4. Info Nordens netværk

Info Nordens netværk sikrer løbende videns- og erfaringsudveksling på det nordiske mobilitetsområde. Info Nordens kontakt med myndigheder og interessenter skal sikre at Info Norden kan give korrekt information til brugerne, at Info Norden kan indrapportere grænsehindringer til Nordisk Ministerråd og at myndighederne får kendskab til Info Norden for at kunne henvise brugere til os når det er relevant.
 
 

Politikere

  • Danmarks delegation og sekretariat i Nordisk Råd
  • Finlands delegation og sekretariat i Nordisk råd
  • Færøernes delegation i Nordisk Råd
  • Grønlands delegation i Nordisk Råd
  • Grønlands delegation i Vestnordisk Råd
  • Islands delegation og sekretariat i Nordisk Råd
  • Norges delegation og sekretariat i Nordisk Råd
  • Sveriges delegation og sekretariat i Nordisk Råd
  • Ålands delegation i Nordisk Råd
  • Den Konservative Gruppe i Nordisk Råd
  • Midtergruppen i Nordisk råd
  • Nordisk Frihed i Nordisk Råd
  • Nordisk Grønt Venstre i Nordisk Råd
  • Den Socialdemokratiske Gruppe i Nordisk Råd
  • Ungdommens Nordiske Råd 
 

Ministerier/departementer

  • Arbets- och näringsministeriet. Finland
  • Arbetsmarknadsdepartementet. Sverige
  • Beskæftigelsesministeriet. Danmark
  • Finansdepartementet. Sverige
  • Finansministeriet. Finland
  • Justitieministeriet. Finland
  • Kunnskapsdepartementet. Norge 
  • Løgmansskrivstovan. Færøerne
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Island
  • Näringsdepartementet. Sverige
  • Naalakkersuisoq for Sociale Anliggender. Grønland
  • Naalakkersuisoq for Sundhed. Grønland
  • Naalakkersuisoq for Uddannelse, Kultur og Kirke. Grønland
  • Naalakkersuisoq for Udenrigsanliggender. Grønland
  • Social- och hälsovårdsministeriet. Finland
  • Socialdepartementet. Sverige
  • Statsrådets kansli. Finland
  • Uddannelses- og Forskningsministeriet. Danmark
  • Udenrigsministeriet. Danmark
  • Udlændinge- og Integrationsministeriet. Danmark
  • Undervisnings- och kulturministeriet. Finland
  • Utanríkisráðuneytið. Island
  • Utenriksdepartementet. Norge
  • Utrikesdepartementet. Sverige
  • Utrikesministeriet. Finland 
  • Uttanríkis- og mentamálaráðið. Færøerne
  • Ålands landskapsregering. Åland 
     

Nationale myndigheder

  • Almannaverkið. Færøerne
  • ALS. Færøerne
  • AMS. Åland
  • Arbeidstilsynet. Norge
  • Arbejdsmarkedets Tillægspension (ATP). Danmark
  • Arbets- och näringstjänsterna (TE-tjänsterna). Finland
  • Arbetsförmedlingen. Sverige
  • Barne- ungdoms- og familiedirektoratet. Norge
  • Centrala studiestödsnämnden. Sverige
  • Cpr-kontoret. Danmark
  • Digitaliseringsdirektoratet. Norge
  • Direktoratet for internasjonalisering og kvalitetsutvikling i høyere utdanning. Norge
  • Familieretshuset. Danmark
  • Finansinspektionen. Sverige
  • Finanstilsynet. Danmark
  • Folkpensionsanstalten (KELA/FPA). Finland och Åland
  • Fordonsmyndigheten. Åland
  • Fæðingarorlofssjóður. Island
  • Færdselsstyrelsen. Danmark
  • Försäkringskassan. Sverige
  • Grønlands Politi. Grønland
  • Heilsutrygd. Færøerne
  • Helsedirektoratet. Norge
  • HelseNorge. Norge
  • Helseøkonomiforvaltningen (HELFO). Norge
  • Husbanken. Norge  
  • IAF. Sverige
  • Konsumentverket. Sverige
  • Kronofogden. Sverige
  • Läkemedelsverket. Sverige
  • Majoriaq. Grønland
  • Migrationsverket. Sverige
  • Miljøstyrelsen. Danmark
  • MIO. Grønland
  • Myndigheten för digitalisering och befolkningsdata. Finland. 
  • NAV. Norge
  • NOKUT. Norge
  • Pensionsmyndigheten. Sverige
  • Pensionsskyddscentralen. Finland
  • Politiet. Danmark
  • Ríkisskattstjóri (RSK). Island
  • Skattedirektoratet. Norge 
  • Skatteetaten. Norge
  • Skatteförvaltningen. Finland och Åland 
  • Skattestyrelsen. Danmark 
  • Skattestyrelsen. Grønland
  • Skatteverket. Sverige 
  • Skolverket. Sverige
  • Statens lånekasse for utdanning. Norge
  • Statens Vegvesen. Norge
  • Statistikcentralen. Finland
  • Styrelsen for Arbejdsmarked og Rekruttering (STAR). Danmark
  • Styrelsen for International Rekruttering og Integration (SIRI). Danmark
  • Styrelsen for Patientsikkerhed. Danmark
  • Sullissivik. Grønland
  • Sundhedsstyrelsen. Danmark
  • TAKS. Færøerne 
  • Þjóðskrá. Island
  • Tilioq. Grønland
  • Toldstyrelsen. Danmark
  • Tolletaten. Norge
  • Transportstyrelsen. Sverige
  • Tryggingastofnun. Island
  • Tullen. Finland 
  • Udbetaling Danmark. Danmark
  • Uddannelses- og Forskningsministeriet. Danmark
  • Umhvørvisstovan - Landsfólkayvirlitið. Færøerne
  • Universitetets- och högskolarådet. Sverige
  • Universitets- og høgskolerådet. Norge 
  • Utbildningsstyrelsen. Finland
  • Utdanningsdirektoratet. Norge 
  • Útlendingastofnun, Ísland
  • Útlendingastovan. Færøerne
  • Utlendingsdirektoratet (UDI). Norge 
  • Valgdirektoratet. Norge
  • Valmyndigheten. Sverige
  • Vinnumálastofnun. Island
  • Ålands Polismyndighet. Åland
  • Ålands tullkontor. Åland
 

Grænsekomiteer og grænseråd 

  • Greater Copenhagen and Skåne committee
  • Hedmark-Dalarna
  • Kvarkenrådet
  • Nordkalottrådet
  • Mittnordenkommittén
  • MittSkandia
  • Skärgårdssamarbetet
  • Svinesundskommittén
  • Tornedalsrådet
  • Värmland-Östfold

 

Informationstjenester

  • Bo på Åland - Åland Living. Åland
  • Farabara, Rannís. Island
  • Grensetjänsten Norge-Sverige. Norge, Sverige
  • Kompassen, informationskontor för inflyttade från utomnordiska länder. Åland
  • Norden i Fokus. Danmark, Finland, Norge, Sverige, Island
  • Nordisk eTax
  • Nordkalottens gränstjänst. Finland, Norge, Sverige 
  • Nordplus informationspunkt i Grønland. Grønland
  • SOLVIT. Danmark, Finland, Island, Norge, Sverige
  • Ung.no. Norge
  • ØresundDirekt. Danmark, Sverige
 

Ambassader og repræsentationer

Danmark

  • Finlands ambassade i København
  • Færøernes repræsentation i København
  • Grønlands repræsentation i København
  • Islands ambassade i København
  • Norges ambassade i København
  • Sveriges ambassade i København

Finland

  • Danmarks ambassade i Helsingfors
  • Islands ambassade i Helsingfors
  • Norges ambassade i Helsingfors
  • Sveriges ambassade i Helsingfors

Färöarna

  • Danmarks Rigsombudsmand på Færøerne

Grønland

  • Danmarks Rigsombudsmand i Grønland
  • Finlands honorære konsul i Nuuk
  • Islands generalkonsulat i Nuuk
  • Norges honorære generalkonsul i Nuuk
  • Sveriges honorærkonsul i Nuuk
Island
  • Danmarks ambassade i Reykjavik
  • Finlands ambassade i Reykjavik
  • Færøernes repræsentation i Reykjavik
  • Grønlands repræsentation i Reykjavik
  • Norges ambassade i Reykjavik
  • Sveriges ambassade i Reykjavik
Norge
  • Danmarks ambassade i Oslo
  • Finlands ambassade i Oslo
  • Islands ambassade i Oslo
  • Sveriges ambassade i Oslo
Sverige
  • Danmarks ambassade i Stockholm
  • Finlands ambassade i Stockholm
  • Islands ambassade i Stockholm
  • Norges ambassade i Stockholm
Åland
  • Islands honorärkonsul på Åland
  • Sveriges generalkonsulat på Åland
     

Nordiske institutioner og organisationer

  • Foreningen Norden. Danmark, Finland, Færøerne, Grønland, Island, Norge, Sverige og Åland 
  • Foreningerne Nordens Forbund (FNF)
  • Grænsehindringsrådet
  • Gränshinderrådets referensgrupp på Åland. Åland
  • NIKK
  • NIVA
  • Norden i Skolen. Danmark
  • Nordens Fackliga Samorganisation
  • Nordens Institut i Grønland (NAPA). Grønland
  • Nordens Institut på Åland (NIPÅ). Åland
  • Nordens Velfærdscenter. Finland, Sverige
  • Nordforsk
  • Nordic Innovation
  • Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)
  • Nordisk jobbstart+
  • Nordisk Kulturkontakt
  • Nordjobb
  • Nordregio
  • Norðurlandahúsið í Føroyum. Færøerne
  • Norrænahúsið. Island
  • Pohjola-Nordens ungdomsförbund rf. Finland 
  • Svensk-norska samarbetsfonden 
 

Uddannelsesinstitutioner

  • Fjarnám. Færøerne
  • Fróðskaparsetur Føroya. Færøerne
  • Háskóli Íslands. Island
  • Háskóli Reykjavíkur. Island
  • Högskolan på Åland. Åland
  • Ilisimatusarfik, Grønlands Universitet. Grønland
  • Medborgarinstitutet. Åland
  • Nordatlantisk Gymnasieklasse. Grønland
  • Vegleiðingarstovan. Færøerne
  • Ålands gymnasium. Åland

 

Andre organisationer

  • Association of Norwegian students abroad (ANSA). Norge
  • Danmarks Lærerforening. Danmark
  • Dansk Industri. Danmark
  • Dansk Sygeplejeråd. Danmark
  • EURES. Danmark, Finland, Island, Åland 
  • FFC- Ålands lokalorganisation. Åland
  • Företagarna i Finland
  • Føroyahúsið. Danmark
  • Hanaholmen. Finland
  • Hugskotið. Færøerne
  • Íverksetarahúsið. Færøerne
  • Kalaallit Illuutaat - Det Grønlandske Hus i København. Danmark
  • Kalaallit Illuutaat - Det Grønlandske Hus i Aalborg. Danmark
  • Kommerskollegium. Sverige
  • Kommunikasjonsforeningen. Norge 
  • Nordatlantens Brygge. Danmark
  • Nordatlantisk Hus. Danmark
  • Nätverket Bärkraft.ax. Åland
  • Region Skåne. Sverige
  • Region Värmland. Sverige
  • Sorlak. Grønland
  • STTK. Finland
  • Svenska Bankföreningen
  • Sveriges kommuner och regioner. Sverige
  • Voksenåsen Kultur- og konferansehotell. Norge
  • Øresundsinstitutet. Danmark, Sverige.
  • Öryrkjabandalag Íslands. Island 
  • Ålands fredsinstitut. Åland
  • Ålands näringsliv. Åland
 

Um ritið

 

ÁRSSKÝRSLA INFO NORDEN 2021


ISBN 978-92-893-7227-5 (PDF)
ISBN 978-92-893-7228-2 (ONLINE)
http://dx.doi.org/10.6027/politiknord2022-704

PolitikNord 2022:704 

© Norræna ráðherranefndin 2022

Umbro: Mette Agger Tang
Kápumynd: Johnér

Útgefið: April 2022

 

 

 

Norrænt samstarf

Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðissamstarf í heimi. Samstarfið byggist á legu landanna, sameiginlegri sögu þeirra og menningu. Að samstarfinu koma Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og lætur muna um sig í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Löndin stuðla sameiginlega að öflugum Norðurlöndum í öflugri Evrópu.

Með norrænu samstarfi er hagsmuna svæðisins gætt og norræn gildi efld í hnattrænu samhengi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest.

Norræna ráðherranefndin
Nordens Hus
Ved Stranden 18
DK-1061 Kaupmannahöfn
www.norden.org

Lesa fleiri norræn rit: www.norden.org/is/utgafur